Bönnum blóðmerahald

Flokk­ur fólks­ins er til­bú­inn fyr­ir þing­störf­in. Strax á fyrsta degi þings­ins skráði flokk­ur­inn 50 þing­manna­mál. Þetta er bara upp­hafið af því sem koma skal á kjör­tíma­bil­inu. Flokk­ur fólks­ins mun berj­ast af öllu afli fyr­ir þá sem eiga bágt í sam­fé­lag­inu, hvort held­ur það eru menn eða málleys­ingj­ar. Eitt af for­gangs­mál­um okk­ar nú í upp­hafi þings er að berj­ast gegn dýr­aníðinu sem felst í blóðmera­haldi. Þetta er í annað sinn sem Flokk­ur fólks­ins legg­ur fram frum­varp sem fel­ur í sér bann við þess­um ill­ræmda bú­skap.

Ýmsar um­sagn­ir bár­ust um málið síðasta vor þar sem all­ir þeir sem hafa sér­stakra hags­muna að gæta börðust hat­ramm­lega gegn frum­varp­inu og létu í veðri vaka að alþing­is­menn­irn­ir að baki því vissu ekk­ert um hvað þeir væru að tala. Enda ekk­ert sem benti til þess að blóðmera­hald ógnaði vel­ferð dýra. Ísteka, sem fram­leiðir vör­ur úr blóði fylfullra mera, sagði í um­sögn sinni að ýms­ar ráðstaf­an­ir hafi verið gerðar til að tryggja vel­ferð þeirra við blóðtöku. Þeir væru með sér­staka dýra­vernd­ar­samn­inga við hvern og einn bónda og sér­stak­an dýra­vel­ferðar- og gæðafull­trúa. Sér er nú hver dýra­vel­ferðin og hvert gæðaeft­ir­litið. Græðgin ein ræður hér ríkj­um. Ekki vel­ferð dýra. Í heim­ild­ar­mynd Sviss­nesku dýra­vel­ferðarsam­tak­anna AWS um blóðmera­hald á ís­landi kem­ur ber­lega í ljós sú óafsak­an­lega og illa meðferð sem hryss­urn­ar mega þola við blóðtök­una.

Ísteka næg­ir ekki að blóðsjúga 5.300 fylfull­ar mer­ar, og tæma þær af vaxt­ar­horm­ón­inu sem eru fol­öld­un­um nauðsyn­leg. Þær eiga nú að vera 15.000 sam­kvæmt beiðni um nýtt stars­leyfi Ísteka, en sam­kvæmt því á að taka 600.000 lítra af blóði ár­lega úr fylfull­um mer­um, 5 lítr­ar úr hverri meri viku­lega 8 vik­ur í röð.

Íslands­stofa hef­ur síðastliðin sex ár staðið að sér­stöku markaðsátaki til að kynna ís­lenska hest­inn á er­lendri grundu. Mark­miðið með átak­inu er að auka verðmæta­sköp­un sem bygg­ir á ís­lenska hest­in­um, styrkja ímynd hans í vit­und fólks um heim all­an og markaðssetja vörumerkið Horses of Ice­land. Það felst í því, að ís­lenski hest­ur­inn verði þekkt­ur á heimsvísu sem reiðhest­ur­inn með góða geðslagið, sá sem fær­ir fólk nær nátt­úr­unni. Góður ár­ang­ur hef­ur náðst og síðastliðin þrjú ár hef­ur hvert ís­lands­metið í út­flutn­ingi á ís­lenska hest­in­um verið slegið á fæt­ur öðru.

Ísland eyðir á ári hverju mikl­um fjár­mun­um í að draga fram já­kvæða ímynd lands­ins á er­lendri grund. Blóðmera­hald stórskaðar þessa ímynd og hef­ur verið for­dæmt um heim all­an. Ef ekki verður gripið til aðgerða gegn blóðmera­haldi taf­ar­laust mun orðspor og ímynd Íslands verða fyr­ir óaft­ur­kræfu tjóni.

Ljóst er að gild­andi rétt­ur er langt frá því að vernda fylfull­ar mer­ar gegn því of­beldi og þeirri illu meðferð sem felst í blóðmera­haldi. Lög­gjaf­inn verður að grípa til aðgerða strax og banna með öllu blóðmera­hald á Íslandi.

Deila