Brjótum múra og bætum kjörin

Inga Sæland

Und­an­gengið kjör­tíma­bil hef­ur eng­inn flokk­ur á Alþingi bar­ist af eins mik­illi ein­urð og afli fyr­ir aukn­um rétt­ind­um ör­yrkja og eldra fólks og Flokk­ur fólks­ins. Við höf­um lagt fram tugi þing­mála sem miða að því að bjarga al­manna­trygg­ingaþegum úr fá­tækt­ar­gildrunni sem stjórn­völd hafa búið þeim.

Hug­mynd­ir okk­ar um að draga úr skerðing­um og auka hvata til at­vinnuþátt­töku hafa mætt mik­illi and­stöðu, sér­stak­lega hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um. Þeir mæltu gegn bar­áttu­mál­um okk­ar í ræðu og riti og greiddu einnig at­kvæði gegn þeim í þingsal.

Nú kort­eri í kosn­ing­ar hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn snar­lega skipt um skoðun. Nú þykir þeim skyn­sam­legt að draga úr skerðing­um í al­manna­trygg­ing­ar­kerf­inu og hvetja til at­vinnuþátt­töku! Ég vona að kjós­end­ur falli ekki fyr­ir þessu gamla útþynnta kosn­inga­bragði. Hver man ekki eft­ir bréf­inu „góða“ sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sendi til allra eldri borg­ara skömmu fyr­ir þing­kosn­ing­ar 2013? Lof­orð um að hætta að skerða elli­líf­eyri vegna at­vinnu­tekna hvarf um leið og at­kvæðataln­ingu lauk.

Þeim hefði verið í lófa lagið að styðja frum­varp Flokks fólks­ins um af­nám skerðinga elli­líf­eyr­is vegna at­vinnu­tekna, eða frum­varp Flokks fólks­ins um að efla at­vinnuþátt­töku ör­yrkja. En þeir gerðu það ekki. Þvert á móti fundu þeir því allt til foráttu.

Í Bít­inu í gær­morg­un heyrði ég í Jóni Gunn­ars­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þar rómaði hann „nýj­ar“ hug­mynd­ir flokks síns um nýtt líf­eyri­s­kerfi. Í hinu nýja kerfi myndi fólk sem hefði 100.000 kr. í líf­eyris­tekj­ur fá líf­eyr­is­trygg­inu sem tryggði þeim t.d. 250.000 kr. á mánuði. Staðreynd­in er þó sú að fólk með 100.000 kr. í líf­eyris­tekj­ur fær í dag mun meira en 250.000 kr. á mánuði úr trygg­inga­kerf­inu. Svona vel þekkja sjálf­stæðis­menn vel­ferðar­kerfið sem þeir hafa að eig­in sögn „staðið vörð um“. Nú skal sem sagt ramm­gera fá­tækt­ar­gildruna enn frek­ar með því að bjóða fá­tæk­asta fólk­inu að lifa á 250.000 kr. á mánuði.

Í stjórn­ar­mynd­un má áfram gera ráð fyr­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vilji fría sig allri ábyrgð á fé­lags­málaráðuneyt­inu sem aug­ljós­lega er eit­ur í þeirra bein­um. Úlfar í sauðargæru eru komn­ir á at­kvæðaveiðar. Við vit­um öll að raun­veru­leg stefna þeirra er að viðhalda kúg­un og fá­tækt þeirra sem ekki geta borið hönd fyr­ir höfuð sér. Það hafa þeir alltaf gert.

Fleiri flokk­ar eru að reyna að herma eft­ir bar­áttu­mál­um Flokks fólks­ins og vilja gera þau að sín­um. Nú skal dregið úr skerðing­um og fá­tæku fólki tryggð mann­sæm­andi lífs­kjör. Þess­ir flokk­ar eiga það flest­ir sam­eig­in­legt að hafa setið í rík­is­stjórn en ekk­ert gert þegar þeir höfðu getu til.

Flokk­ur fólks­ins mun ekki snúa baki við kjós­end­um sín­um að kosn­ing­um lokn­um. Við lögðum fram fleiri þing­mál um hags­muni aldraðra og ör­yrkja en nokk­ur ann­ar flokk­ur á síðasta kjör­tíma­bili. Kæri kjós­andi, ef þú vilt hjálpa okk­ur að brjóta múra og bæta kjör­in þá set­urðu x við F.

Inga Sæland

Deila