Er aldursmisrétti á íslenskum vinnumarkaði?

Eftirfarandi frétt birtist á Mbl.is 20.03.2018

“Karl Gauti Hjalta­son, þingmaður Flokks fólks­ins, gerði lang­tíma­at­vinnu­leysi að um­tals­efni á Alþingi í dag og vakti at­hygli á því að sam­kvæmt skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar um stöðu og horf­ur á vinnu­markaði á ár­un­um 2016 til 2018 væri mik­ill mun­ur á stöðu at­vinnu­lausra eft­ir aldri. Þannig væri um þriðjung­ur at­vinnu­lauss fólks á aldr­in­um 50 ára og eldri lang­tíma­at­vinnu­laus en ein­ung­is átt­undi hluti fólks í yngsta hópn­um.

„Hvaða sögu má lesa úr þessu um vinnu­markaðinn? Er það virki­lega svo að hér ríki eitt­hvað sem mætti nefna ald­ursmis­rétti á ís­lensk­um vinnu­markaði? Er það virki­lega svo árið 2018 að Íslend­ing­ar séu haldn­ir ald­urs­for­dóm­um á vinnu­markaði? Fólk sem miss­ir vinn­una um eða eft­ir fimm­tugt virðist þannig eiga mjög erfitt með að fá vinnu að nýju. Er þetta fólk virki­lega úr leik hvað at­vinnuþátt­töku varðar?“ spurði Karl Gauti.

Benti hann á að margt af þessu fólki væri vel menntað og hefði enn­frem­ur unnið sér inn dýr­mæta reynslu sem ætti að öllu eðli­legu að vera afar eft­ir­sókn­ar­verð. Svo virt­ist hins veg­ar ekki vera. Þetta væri einnig oft ábyggi­leg­asta starfs­fólk hvers vinnustaðar ef horft væri til mæt­ing­ar og stund­vísi. Spurði hann hvort vinnu­markaður­inn væri að hafna fólki sem komið væri yfir miðjan ald­ur.

„Þetta hef­ur leitt til þess að nú um stund­ir ræða menn af kappi nauðsyn þess að færa eft­ir­launa­ald­ur ofar og einnig að gera eigi fólki, eins og til að mynda rík­is­starfs­mönn­um, kleift að vinna leng­ur en til sjö­tugs. Hér er eitt­hvað sem fer ekki sam­an. Við verðum að taka umræðuna um þetta þarfa mál­efni sem ég veit að brenn­ur á mjög mörg­um og full­yrða má að fjöl­mörg mál­efni hafa verið tek­in til ít­ar­legr­ar umræðu í sam­fé­lag­inu á und­an­förn­um miss­er­um sem eru létt­væg­ari en ein­mitt þetta. Er þetta ekki þróun sem þarf að sporna við?“”

Deila