Eiga námsmenn ekki betra skilið?

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins, seg­ir óviðun­andi að náms­menn hafi eng­an rétt til at­vinnu­leys­is­bóta þrátt fyr­ir að greitt sé af laun­um þeirra, eins og annarra, í at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð þegar þeir vinna með námi.

Guðmund­ur vakti máls á stöðu stúd­enta í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag og benti meðal ann­ars á að 72% ís­lenskra stúd­enta seg­ist verða að vinna með námi til að fram­fleyta sér sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar sam­evr­ópskr­ar rann­sókn­ar. Er það hærra hlut­fall en í nokkru öðru Evr­ópu­landi.

Guðmund­ur vísaði í töl­ur frá stúd­entaráði um að fjór­ir millj­arðar hefðu frá ár­inu 2010 verið greidd­ir í at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð af laun­um náms­manna, án þess að þeir fengju nokkuð fyr­ir. „Stúd­ent­ar hafa ákveðnar og skýr­ar kröf­ur um rétt til at­vinnu­leys­is­bóta. Eiga náms­menn ekki betra skilið?“ spurði Guðmund­ur.

Stúd­entaráð hef­ur und­an­farið bar­ist fyr­ir því að náms­menn, sem missi hlutastarf sitt, fái at­vinnu­leys­is­bæt­ur í hlut­falli við vinnu­fram­lag. Lög­um sam­kvæmt eiga þeir, sem eru skráðir í 12 eða fleiri ein­ing­ar í há­skóla, hins veg­ar ekki rétt á bót­um. Segja þeir að hóp­ur­inn hafi verið skil­inn eft­ir í aðgerðum stjórn­valda við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, sem hafi ann­ars átt að miða að því að verja hag þeirra sem missa vinn­una.

Náms­menn ekki skild­ir eft­ir

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra var til andsvara. Hún benti á að árið 2010, í tíð rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri-grænna, hefði rétt­ur náms­manna til at­vinnu­leys­is­bóta verið af­num­inn en á sama tíma hefði fram­færsla náms­manna verið tryggð yfir sum­ar­tím­ann hjá Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna (nú Mennta­sjóði).

Þá sagði Katrín að mál­efni náms­manna hefðu verið í for­grunni hjá rík­is­stjórn­inni, bæði með því að styrkja bet­ur við há­skóla­stigið með fram­lög­um og með sér­stök­um aðgerðum til að tryggja stúd­ent­um sum­arstörf, bæði hjá sveit­ar­fé­lög­um og ný­sköp­un­ar­sjóði náms­manna.

Þá benti hún á að á síðasta ári hefði verið samþykkt á Alþingi að 30% af náms­lán­um stúd­enta yrðu felld niður við náms­lok og því veitt sem styrk­ur.

Fréttin birtist á mbl.is

Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður og varaformaður flokks fólksins

Deila