Fólkið fyrst!

Von­andi verður bið á því að við þurfum að upp­lifa annað eins ár og 2020. Hver átti von á að við gengum í gegnum þær aðstæður sem nú ríkja þar sem skæð veira skekur heim­inn allan? Ástandið kallar á æðru­leysi og sam­stöðu. Í æðru­leysi felst m.a. að sætta sig við það sem ekki fæst breytt. Eng­inn er bein­línis söku­dólgur og eng­inn er óhult­ur. Veiran er sam­eig­in­legur óvinur og all­ir, án til­lits til sam­skipta eða sam­banda, vin­áttu eða ágrein­ings, þurfa að berj­ast gegn vánn­i. 

Við höfum öll verið sam­mála um að ætla ekki að leyfa þessum skæða sjúk­dómi að höggva skörð í sam­fé­lagið okkar með til­heyr­andi sárs­auka og hörm­ung­um. Öll höfum við einnig verið sam­mála um að standa vörð um við­kvæma hópa, þá sem hafa verið og eru veik­ir. Margir hafa misst lífs­við­ur­væri sitt sem getur tekið toll af heilsu fólks. Þeir sem hafa alið önn fyrir sér og sínum eru skyndi­lega komnir á atvinnu­leys­is­bæt­ur. Hugur okkar í Flokki fólks­ins er hjá þessu fólki og fjöl­skyldum þeirra. 

Þakkir til starfs­manna borg­ar­innar

Það er mat full­trúa Flokks fólks­ins að ásamt því að sinna vel fólk­inu, ekki ein­göngu á erf­ið­leika­tímum heldur alltaf, ber okkur sem stjórn­vald á neyð­ar­tímum að stappa í það stál­inu, blása í það von og trú. Við sem kjörnir full­trúar eigum að haga okkur eins og skip­stjór­ar, fara síð­ust frá borði, ef nota má þá sam­lík­ingu.AUGLÝSING

Ég er stoltur full­trúi Flokks fólks­ins í borg­ar­stjórn. Flokk­ur­inn er vak­inn og sof­inn yfir þörfum fólks og að það fái þörfum sínum mætt eins og lög gera ráð fyr­ir. Kjör­orð okkar er „Fólkið fyrst.“ Flokkur fólks­ins berst gegn fátækt og mis­rétti og við berj­umst fyrir bættum kjörum og aðstæðum þeirra verst settu. Mörgum eldri borg­urum og öryrkjum líður illa í ríku sam­fé­lagi okk­ar. Engin ætti að þurfa að hafa áhyggjur af grunn­þörf­um. Hópur hinna lakast settu er oft fal­inn og um hann ríkir jafn­vel þögg­un.

Starfs­fólk Reykja­vík­ur­borgar hefur staðið sig vel við þessar aðstæð­ur. Flokkur fólks­ins kann þeim öllum bestu þakkir fyr­ir. 

Fátækt er stað­reynd

Fátækt meðal barna á Íslandi er stað­reynd og á sér margar birt­ing­ar­mynd­ir. Enda þótt við sjáum ekki fólk liggj­andi á göt­unni eða grát­andi börn að betla, eru allt of margir á  ver­gangi með börnin sín. Börn ein­stæðra for­eldra búa oft við sára­fá­tækt. For­eldrar á lægstu launum eru lík­leg­ust til að vera hluti af þessum hópi.

For­eldrar sem eru aðþrengdir fjár­hags­lega þurfa að for­gangs­raða ef endar ná ekki saman og þá koma grunn­þarfir fyrst. Börn fátækra for­eldra sitja ekki við sama borð og börn efna­meiri for­eldra. Í mörgum til­fellum fer stærsti hluti launa lág­launa­fólks í húsa­leigu, allt að 80%. Það er ómögu­legt að ná endum saman þegar 20% launa þurfa að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykja­vík í meira en ára­tug. 

Til að tryggja að ekk­ert fátækt barn sé svangt í skól­anum lögðum við til á árinu að öll börn í leik- og grunn­skólum borg­ar­innar fái fríar skóla­mál­tíð­ir. Sú til­laga var felld. Við höfum líka lagt til að fresta gjald­skrár­hækk­unum um eitt ár í ljósi ástands­ins í þjóð­fé­lag­inu eða afnema hag­ræð­ing­ar­kröfu á skóla- og frí­stunda­sviði og vel­ferð­ar­sviði árið 2021. Til við­bótar höfum við lagt til hækkun á úthlutun fjár­hæðar fyrir íslensku­kennslu barna af erlendum upp­runa sem eru verst sett í íslensku, afnám tekju­teng­ingar hús­næð­is­stuðn­ings, fjölgun stöðu­gilda sál­fræð­inga í skólum og að van­nýttar fjár­hæðir Frí­stunda­korts­ins vegna COVID fær­ist yfir á næsta ár, 2021. Allt eru þetta til­lögur sem miða að því að létta íbúum borg­ar­innar róð­ur­inn í kreppu­á­standi. Þetta eru ein­göngu nokkur dæmi um til­lögur okkar og allar hafa þær verið felldar af meiri­hlut­an­um.

Langir biðlistar rót­gróið mein í Reykja­vík

Hinn langi biðlisti barna til fag­að­ila skóla­þjón­ustu er ólíð­andi. Sam­kvæmt nýjum vef sem sýna lyk­il­tölur eru um 800 börn á bið eftir fag­fólki skóla­þjón­ustu, um helm­ingur eftir fyrstu þjón­ustu. Lang­flest börn bíða eftir að kom­ast til sál­fræð­ings. Til að kom­ast til tal­meina­fræð­inga bíða yfir 200 börn. Mik­ill munur er á biðlistum eftir hverf­um. Það kæmi ekki á óvart að for­eldrar leiti sér að hús­næði þar sem staðan er góð í skóla hverf­is­ins hvað varðar aðgengi að skóla­sál­fræð­ingi og öðru fag­fólki. 

Vel­ferð­ar­yf­ir­völd segja að málum sé for­gangs­raðað eftir alvar­leika. Það er ekki óeðli­legt en hafa verður í huga að mál getur orðið að bráða­máli í einni svipan sér­stak­lega ef barn hefur beðið lengi eftir aðstoð. Það sár­vantar fleiri fag­að­ila til starfa til að sinna því dýr­mætasta sem við eig­um, börn­un­um. Til­laga Flokks fólks­ins í borg­ar­stjórn um fjölgun stöðu­gilda fag­að­ila hefur ítrekað verið felld. Bíða á eftir frum­varpi félags­mála­ráð­herra sem á að sam­þætta þjón­ust­una. Kosn­ingar eru á næsta ári og því fátt fast í hendi þegar kemur að metn­að­ar­fullu frum­varpi ráð­herra. Eiga börnin bara að bíða þangað til?

Syk­ur­húð­aður sýnd­ar­veru­leiki

Á árinu 2020 hefur full­trúi Flokks fólks­ins lagt fram vel yfir 100 mál í borg­ar­stjórn. Þetta eru á bil­inu 60-70 til­lögur og 50-60 fyr­ir­spurn­ir. Ein­göngu þrjár til­lögur voru sam­þykktar sem allar sneru að við­spyrnu aðgerðum vegna far­ald­urs­ins. Um 25 til­lögum var vísað frá eða felldar en önnur mál sitja ein­hvers staðar föst í kerf­inu, vísað til fagráða eða stjórna. Meiri­hlut­inn hefur hins vegar tekið til sín nokkrar til­lögur og gert að sínum í skjóli þess að breyta þurfi kannski einni setn­ingu, eða með þeim rökum að það átti hvort eð er að gera þetta.

Í þessu krist­all­ast sú stað­reynd að síð­ustu meiri­hlutar í borg­inni og sá sem nú er, for­gangs­raða þjón­ustu við fólkið ekki ofar­lega. Frekar hefur verið lögð áhersla á skreyt­ingar eða verk­efni sem vel mega bíða betri tíma. Smáar sem stórar fram­kvæmdir og alls kyns sér­stök verk­efni: viti, mat­höll, torg, braggi, þreng­ingar gatna, stíga, flest sem kemur ekki beint lífs­við­ur­væri fólks við. 

Ennþá er t.d. bragg­inn óupp­gerð­ur, ekki aðeins í orðs­ins fyllstu merk­ingu, heldur sem fjár­mála­klúð­ur. Minn­is­varði um hvernig kaupin gengu á eyr­inni: skortur á eft­ir­liti, van­á­ætl­an­ir, verk gerð án útboðs, án samn­inga, jafn­vel án heim­ild­ar. Við­reisn, VG og Píratar hafa staðið vörð um þetta verk­lag og varið það. Öll bera þau ábyrgð­ina.

Þykjustu­sam­ráð við borg­ar­ana

Fá hug­tök hafa senni­lega verið orðuð eins oft á þessu kjör­tíma­bili og hug­takið sam­ráð. Hug­takið sam­ráð hefur komið upp í málum eins og Lauga­vegslok­un­um, um Skerja­fjörð, skóla­mál í norð­an­verðum Graf­ar­vogi, svo­kall­aðan Sjó­mannareit, aðgeng­is­mál fatl­aðra og margt fleira. Meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn hefur sínar eigin skil­grein­ingar á hvað sam­ráð er og ekk­ert í þeirri skil­grein­ingu segir til um hvort bjóða eigi borg­ar­búum að ákvörð­un­ar­borð­in­u. 

Þegar kallað er eftir sam­ráði milli meiri­hluta og minni­hluta eru algeng við­brögð meiri­hlut­ans að segja: „Þetta stendur í meiri­hluta­sátt­mál­an­um, þetta er okkar stefna og allir vissu hver hún var þegar við vorum kos­in.“ Við svona aðstæður skapar meiri­hlut­inn sýnd­ar­lýð­ræði. Þau þykj­ast hlusta á alla borg­ar­búa en gera það ekki. Ef sam­ráð á að vera í alvöru þurfa full­trúar not­enda að vera í öllum sam­ráðs­hóp­um, á öllum STIG­UM, líka á byrj­un­ar­stigi vel­ferð­ar­sviðs­ins sem og ann­arra sviða og aðkoma þeirra að vera virk á öllum stigum frá byrjun til enda. Ég vil minna hér á kjör­orð fatl­aðra í þessu sam­bandi: „Ekk­ert um okkur án okk­ar!“ Þessi hópur veit hvað hann er að tala um í þessum efn­um. 

Far­leiðir og umhverf­is­mál

Almenn­ings­sam­göngur hafa heldur ekki staðið fötl­uðu fólki til boða. Loks­ins á nú að bjóða út fyrsta áfanga fram­kvæmda við end­ur­bætur á umhverfi stræt­is­vagna­bið­stöðva. Staðan er slæm á meira en 500 stöð­um, bæði aðgengi og yfir­borð. Sam­kvæmt kynn­ingu sem flutt var í skipu­lags- og sam­göngu­ráði, er aðgengi eig­in­lega hvergi gott og yfir­borð aðeins gott á 11 stöðum af 556 stöð­um.

Aðgengi að stræt­is­vagna­bið­stöðvum hefur auð­vitað komið verst niður á fötl­uðu fólki. Strætó, sem almenn­ings­sam­göng­ur, hefur ekki verið raun­hæfur kostur fyrir fatlað fólk og þess vegna eru almenn­ings­sam­göngur lítið not­aðar af hreyfi­höml­uðu, sjón­skertu og blindu fólki. Ástandið er það slæmt að reikna má með löngum tíma að gera ástandið við­un­andi, hvað þá full­nægj­andi.

Meiri­hlut­anum verður tíð­rætt um „græna plan­ið“ svo­kall­aða sem á að sýna hvað þau eru umhverf­is­væn. Hvað með lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar? Hversu græn getur sú fram­kvæmd ver­ið? Hrað­braut ofan í Vetr­ar­garð. Hrað­braut sem klýfur Vatns­enda­hvarf að endi­löngu mun draga úr fram­tíð­ar­mögu­leikum Vetr­ar­garðs­ins og svæð­is­ins í heild. Nátt­úru­legar fjörur eru að verða fágætar í Reykja­vík. Land­fyll­ing í tengslum við upp­bygg­ingu íbúða­hverfis t.d. í Skerja­firði munu skerða nátt­úru­legar fjörur í Reykja­vík, Nátt­úru­fræði­stofnun hefur mælst til að fjöru­lífi verði ekki rask­að. For­sendur fyrir þétt­ingu byggð­ar, og þeirri hag­kvæmni sem því getur fylgt, eiga ekki að byggj­ast á því að raska líf­rík­ustu svæðum Reykja­vík­ur. Sumar fjörur ein­kenn­ast af leirum, aðrar af þara­gróðri. Þetta eru mik­il­væg svæði fyrir smá­dýr og fugla.  

Lífið í minni­hlut­anum

Hvernig er svo að vera í minni­hluta? Sem kjör­inn full­trúi í minni­hluta hefur maður ekki mikil áhrif. Að leggja fram bókun er eig­in­lega eini far­veg­ur­inn til að opin­bera skoðun á máli eða afgreiðslu mála og með bókun er hægt að koma upp­lýs­ingum til fólks­ins. Við getum lagt fram fyr­ir­spurnir og við fáum svör. Bók­anir Flokks fólks­ins skipta  hund­ruðum og má sjá þær allar á heima­síð­unni www.kol­brun­bald­ur­s.is

Til­laga frá minni­hluta hefur aldrei (kannski einu sinni) verið sam­þykkt á sjálfum fundum borg­ar­stjórn­ar. Margoft hefur aðeins munað einu atkvæði sem þessi tæpi meiri­hluti hefur umfram minni­hlut­ann. All­mörg til­vik eru þar sem meiri­hlut­anum líkar til­laga minni­hlut­ans og gerir hana þá að sinni, stundum sam­stundis eða síð­ar. En þá er þess vel gætt að aftengja hana upp­runa sín­um. 

Loka­orð

Flokkur fólks­ins vill að öllu fólki, líði vel í borg­inni. Við höfum efni á því. Fólk þarf að finna til örygg­is, að stjórn­völd láti það sig varða og að það þurfi ekki að kvíða morg­un­deg­in­um. Að það hafi fæði, klæði og hús­næði, og kom­ist milli staða án vand­ræða til að sinna störfum sínum og öðrum skyld­um. Ef þessir þættir eru ekki í lagi skiptir litlu  máli hvernig umhverfið er, hvort þú hafir bragga, pálma eða Lauga­veg­inn í breyttri göngu­götu­mynd. Kjör­orð okkar í Flokki fólks­ins er Fólkið fyrst!

Ég óska borg­ar­búum og lands­mönnum öllum friðar yfir hátíð­arnar og gleði­legs árs. 

Höf­undur er odd­viti Flokks fólks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur

Deila