Föst í keðjuverkandi skerðingum

Enn þá er erum við með svo arfa­vit­laust al­manna­trygg­ing­ar­kerfi að þrír af hverj­um fjór­um fá skerðing­ar upp á tugi eða jafn­vel hundruð þúsunda króna aft­ur í tím­ann. 49.000 ein­stak­ling­ar fengu of­greitt og þurfa að end­ur­greiða í sam­ræmi við það frá og með 1. sept­em­ber nk. og að meðaltali skulda þeir TR tæp­lega 164.000 krón­ur.

Rík­is­stjórn eft­ir rík­is­stjórn hef­ur síðustu ára­tugi komið þessu fjár­hags­lega of­beldis­kerfi á. Flokk­ur fólks­ins hef­ur enn og aft­ur lagt fram frum­varp á Alþingi um 400.000 króna lág­marks­greiðslur skatt- og skerðing­ar­laus­ar. Ef það væri samþykkt væri ekki leng­ur verið að skerða aft­ur­virkt tugi þúsunda af öldruðu og veiku fólki sem á ekki fyr­ir salti í graut­inn og þarf núna að búa við ævar­andi sára­fá­tækt í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sér­stöku upp­bót­inni, sem skerðist í dag 65% af hverri krónu, var komið á af Sam­fylk­ing­unni og Vinstri-græn­um eft­ir banka­hrunið og er einn versti skaðvald­ur al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins. Ein­göngu Flokk­ur fólks­ins er með skýra stefnu um að hætta þeim skerðing­um en ekki bara draga úr þeim.

Þá eru eft­ir skerðing­ar­flokk­ar upp á 45%, 38,35%, 12,96%, 11,9% og 9% og er þá ein­hver hissa á tuga eða hundraða þúsunda króna aft­ur­virk­um skerðing­um á líf­eyr­is­laun­um hjá um 49.000 aldraðs og veiks fólks í kerf­inu? Inn í þenn­an ógeðfellda flokk skerðinga vant­ar 10% bú­setu­skerðing­una og þá einnig skerðing­ar á barna­bót­um, hús­næðis­bót­um og sér­stök­um hús­næðis­bót­um.

Af­leiðing­arn­ar af þess­um skerðing­arnauðung­um eru þær að aldraðir og ör­yrkj­ar sitja uppi með óheyri­leg­an skerðing­ar­kostnað og róa lífróður til að eiga fyr­ir húsa­leigu, mat og öðrum nauðsynj­um og neita sér á sama tíma um að fara til lækn­is og leysa út lífs­nauðsyn­leg lyf.

Ný könn­un fé­lags­vís­inda­deild­ar Há­skóla Íslands sýn­ir að stór hluti ör­yrkja býr við slæma heilsu og sæk­ir ekki heil­brigðisþjón­ustu vegna kostnaðar. Að búa við fá­tækt og verða að neita sér um sjálf­sögð mann­rétt­indi árum og jafn­vel ára­tug­um sam­an veld­ur var­an­legu heilsutjóni og styttri ævi hjá þeim verst settu í kerf­inu.

Skert­ari rík­is­stjórn er ör­ugg­lega vand­fund­in í öll­um heim­in­um og hún á ör­ugg­lega heims­met í skerðing­um því skerðing­arn­ar voru 62 millj­arðar króna árið 2020 og hafa hækkað í 75 millj­arða árið 2022, sem er hækk­un upp á 13 millj­arða á tveim­ur árum.

Að beita fá­tækt fólk á ann­an tug keðju­verk­andi skerðinga á jafn grimmi­leg­an og ómannúðleg­an hátt í al­manna­trygg­inga­kerf­inu er fá­rán­legt. Þess­ar skerðing­ar­kredd­ur þeirra eru gerðar í þeim eina til­gangi að halda þessu fólki í ævar­andi fá­tækt og eru ekk­ert annað en gróf aðför að veiku og öldruðu fólki sem get­ur á eng­an hátt varið sig fyr­ir þeim.

Og að gefnu því til­efni: Rík­is­stjórn, hættið að skatta og skerða til sára­fá­tækt­ar!

Deila