Fylgi Flokks fólksins mælist 8%

Fylgi Flokks fólks­ins mæl­ist nú 8% sam­kvæmt nýrri könn­un MMR á fylgi stjórn­mála­flokka og jókst það um tvö pró­sentu­stig frá síðustu könn­un. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist áfram stærst­ur og nú með 21,1% fylgi og hækk­ar úr 19,8% í síðustu könn­un. Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist 42,2% og hækk­ar um 0,2 pró­sentu­stig.

Næst þar á eft­ir mæl­ast Sam­fylk­ing­in með 15,3% og Miðflokk­ur­inn með 13,5%.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stend­ur næst­um í stað og fær­ist úr 10,1% niður í 10% milli kann­ana. Viðreisn lækk­ar úr 11% í 10% og Vinstri græn mæl­ast í 9,7%, en voru í 10,3% í síðustu könn­un.

Fylgi Pírata mæl­ist 8,9% nú en var í síðustu könn­un 8,8%.

Flokk­ur fólks­ins á stærsta stökkið milli kann­ana, en fylgi flokks­ins fer úr 5,6% í síðustu könn­un í 8% nú.

Sósí­al­ista­flokk­ur Íslands mæl­ist með 2,6% og lækk­ar úr 3,1% en fylgi annarra flokka mæl­ist 0,9% sam­an­lagt.

Deila