Ríkisstjórn: Hættið að skatta fátækt fólk

Í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar er heil­brigðis­kerfið okk­ar á yf­ir­snún­ingi, mann­ekla enn viðvar­andi vanda­mál og álag á hverj­um og ein­um starfs­manni allt of mikið. Í dag eru allt of mörg börn á biðlista eft­ir að kom­ast á biðlista, til að kom­ast á loka­biðlist­ann til að fá lífs­nauðsyn­lega þjón­ustu í heil­brigðis­kerf­inu. Eitt barn á bið er einu barni of mikið því að börn eiga aldrei að bíða eft­ir lífs­nauðsyn­legri þjón­ustu.

Yfir 10.000 börn búa við fá­tækt á Íslandi árið 2023 og það er rík­is­stjórn­inni til há­bor­inn­ar skamm­ar að láta fá­tækt barna viðgang­ast ár eft­ir ár. Að við sem búum hér í þessu auðuga og gjöf­ula landi skul­um leyfa okk­ur að láta þúsund­ir barna lifa í fá­tækt og allt of stór­an hóp þeirra í sára­fá­tækt er okk­ur til há­bor­inn­ar skamm­ar. Verðbólg­an sem nú er 10% étur upp all­ar hækk­an­ir þeirra verst settu með hækk­un­um á leigu, mat­væl­um, út­varps­gjaldi og ýms­um öðrum gjöld­um úr öll­um átt­um sem rign­ir yfir fá­tækt fólk. Þetta eru gjöld sem ekki bara éta upp þann litla ávinn­ing af 2,5% hækk­un al­manna­trygg­inga sem boðuð er í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar núna, held­ur valda þau því að þeir verst stöddu verða bara að herða sultaról­ina enn fast­ar.

Hvaða af­leiðing­ar hef­ur það fyr­ir fólk að lifa í ævar­andi fá­tækt? Könn­un sýndi að fólk sem þarf að lifa við viðvar­andi fá­tækt get­ur tapað árum og allt upp í ára­tug af ævi sinni. Það er okk­ur til há­bor­inn­ar skamm­ar að vera með þannig kerfi, sem ekki bara skaðar fá­tækt fólk and­lega og lík­am­lega held­ur stytt­ir einnig veru­lega ævi þess.

Við í Flokki fólks­ins erum með frum­vörp og til­lög­ur til að koma í veg fyr­ir fá­tækt og þá einnig lausn­ir sem taka á vanda heim­il­anna. Rík­is­stjórn­in sér ekki vanda­mál þeirra verst settu, heyr­ir ekki í þeim sem verst hafa það og tal­ar bara tung­um sem eng­inn skil­ur, hvað þá hún sjálf. Því eru vanda­mál aldraðra að stór­aukast og veikt og fatlað fólk býr í henn­ar boði við sára­fá­tækt. Í skýrslu for­sæt­is­ráðherra um fá­tækt og áætlaðan sam­fé­lags­leg­an kostnað, sem sér­fræðing­ar unnu fyr­ir for­sæt­is­ráðuneytið ný­lega, kem­ur fram að svo virðist sem staða eldri borg­ara hafi í heild­ina lítið batnað og benda höf­und­ar á að aldrað fólk á líf­eyr­is­laun­um al­manna­trygg­inga sem er fá­tækt búi nú við sára­fá­tækt.

Að öllu þessu sögðu og vegna undr­un­ar minn­ar á þeim vinnu­brögðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hækka líf­eyr­is­laun al­manna­trygg­inga bara um aum 2,5% laust eft­ir­far­andi vísu niður í huga mér:

Öryrk­inn með íþyngj­andi skatt­inn

er al­veg staur.

Borg­ar ekki skerðing­ar­skatt­inn

því hann á eng­an aur.

Svang­ur í sinni fá­tækt

á hann ekk­ert brauð

því hækk­un þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar

er allt, allt of snauð.

Af þessu til­efni og mörg­um öðrum: Rík­is­stjórn, hættið að skatta og skerða líf­eyri til sára­fá­tækt­ar.

Deila