Hjartalaus ríkisstjórn

Yfir 30% fatlaðs fólks á Íslandi berj­ast um í ramm­gerðri fá­tækt­ar­gildru sem þau geta með engu móti brot­ist úr. Þetta kem­ur fram í kol­svartri skýrslu sem Varða – Rann­sókna­stofn­un vinnu­markaðar­ins fram­kvæmdi í sam­starfi við Öryrkja­banda­lag Íslands. 70% fatlaðs fólks á Íslandi geta ekki mætt neinu sem heit­ir óvænt út­gjöld öðru­vísi en að stofna sér í skuld­ir. Yfir 50% búa við versn­andi fjár­hags­stöðu miðað við árið í fyrra. Um 50% neita sér um allt fé­lags­legt vegna fjár­hags­stöðu, þau geta aldrei gert sér dagamun með börn­un­um sín­um. Þetta er fólkið okk­ar sem hlust­ar á jóla­aug­lýs­ing­arn­ar um hlaðborðin og tón­leik­ana en fær aldrei að njóta. Fá­tækt fólks sem get­ur ekki mætt grunnþörf­um barna sinna. 40% neita sér um nauðsyn­leg­an klæðnað og nær­ing­ar­rík­an mat.

Tæp­lega 90% ein­hleypra mæðra geta ekki mætt nein­um auka­út­gjöld­um án þess að stofna til skulda. 40% þeirra þurfa að leita á náðir hjálp­ar­stofn­ana eft­ir mat­araðstoð. 50% ein­hleypra for­eldra geta ekki veitt börn­um sín­um nauðsyn­leg­an klæðnað eða nær­ing­ar­rík­an mat. Þau geta held­ur ekki kostað þátt­töku barna sinna í íþrótt­um né nokkru öðru. 60% ein­hleypra for­eldra eru að bug­ast und­an hús­næðis­kostnaði og standa ekki und­ir hon­um. 80% ein­hleypra for­eldra búa við slæma and­lega heilsu. Hátt hlut­fall þessa fólks hef­ur nær dag­lega hugsað um að taka eigið líf. 60% búa við fé­lags­lega ein­angr­un og 40% neita sér um tann­lækna- og sál­fræðiþjón­ustu vegna fá­tækt­ar.

Á sama tíma bíða rúm­lega 700 sjúk­ling­ar á biðlista eft­ir lækn­isþjón­ustu á sjúkra­hús­inu Vogi og mörg hundruð fár­veik­ir ein­stak­ling­ar með fíkni­sjúk­dóm eru á biðlista eft­ir meðferð á Hlaðgerðarkoti og í Krýsu­vík. Vitað er að um hundrað ein­stak­ling­ar munu deyja í ár úr fíkni­sjúk­dómn­um. Rík­is­stjórn­in aðhefst ekk­ert þeim til bjarg­ar. Þvert á móti hef­ur hún fellt all­ar til­lög­ur Flokks fólks­ins um aukið fjár­magn til þeirra stofn­ana sem geta bjargað lífi þeirra. Þetta er sama rík­is­stjórn­in sem sí­fellt neit­ar sára­fá­tæku fólki um hjálp.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði í sept­em­ber árið 2017 að það að láta fá­tækt fólk bíða eft­ir rétt­læt­inu væri það sama og að neita því um rétt­læti.

Þetta er rík­is­stjórn auðmanna og hræsn­ara sem kunna ekki að skamm­ast sín. Sýn­ir fólk­inu sem þau voru kjör­in til að vernda og verja með öll­um til­tæk­um ráðum ekk­ert annað en fyr­ir­litn­ingu og for­dóma.

Þegar Flokk­ur fólks­ins kem­ur með til­lög­ur til úr­bóta fell­ir rík­is­stjórn­in þær all­ar. Við skul­um átta okk­ur á því að byrðin sem fólkið okk­ar er að bug­ast und­an er í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ég fyr­ir­lít þessa rík­is­stjórn, hún á það svo sann­ar­lega skilið.

Deila