Hugleiðing í tilefni sjómannadags

Í gær, á sjálf­an sjó­mannadag­inn, átt­um við í Flokki fólks­ins ynd­is­leg­an dag í glæsi­leg­um höfuðstöðvum okk­ar á neðri hæðum Grafar­vogs­kirkju. Hinn eini sanni Tóm­as Tóm­as­son, bet­ur þekkt­ur sem Tommi á Búll­unni og nú sem verðandi þingmaður Flokks fólks­ins, grillaði góm­sæta ham­borg­ara handa gest­um okk­ar.

Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er gam­an að hitta og sjá gamla vini og fé­laga ásamt öll­um þeim nýju og frá­bæru sem stöðugt bæt­ast í hóp­inn. Ham­borg­ar­arn­ir kláruðust að sjálf­sögðu og þurfti í skynd­ingu að senda eft­ir fleir­um.

Ég segi frá þessu hér því ég finn að nú er loks að birta til í Covid-far­aldr­in­um. Við erum far­in að geta hist á manna­mót­um á ný. Ég vona heitt og inni­lega að nú fari þessu öm­ur­lega ástandi með ferða- og sam­komutak­mörk­un­um að linna. Að við get­um farið um frjálst höfuð að strjúka.

Ég nefndi hér sjó­mannadag­inn. Ég er dótt­ir sjó­manns, fædd og upp­al­in í sjáv­ar­pláss­inu Ólafs­firði norður við ysta haf. Þessi dag­ur vek­ur alltaf hjá mér hlýj­ar og góðar minn­ing­ar. Ég man eft­ir iðandi mann­lífi í fal­lega bæn­um okk­ar. Höfn­in full af bát­um og blómstrandi sjáv­ar­út­vegi. Pabbi gerði út trillu með fé­lög­um sín­um eða var í skip­rúmi á stærri bát­um. Í litlu verka­mann­a­í­búðinni okk­ar var eitt her­bergið notað til að geyma veiðarfæri og dytta að þeim, fella net, stokka línu og þess hátt­ar.

Nú er faðir minn orðinn ríf­lega níræður, löngu sest­ur í helg­an stein og býr heima hjá mér í Reykja­vík. Mesta sína starfsævi stritaði hann á sjón­um eins og þúsund­ir annarra Íslend­inga. Þegar um fór að hægj­ast vann hann á neta­verk­stæði þar til hann hætti störf­um vegna ald­urs. Pabbi upp­lifði svo sann­ar­lega hætt­ur hafs­ins þótt hann hafi sjaldn­ast talað um það. Nú ræður hann kross­gát­ur eða fer með kvæði upp­á­halds­skálds­ins síns Davíðs Stef­áns­son­ar frá Fagra­skógi sem hann kann mörg utan að, heilu ljóðabálk­ana, enn í dag.

Þessi fal­legi gamli maður tók þátt í því að byggja upp sam­fé­lag okk­ar. Hann og starfs­bræður hans gerðu það með blóði, svita og tár­um. Þeir horfðu á eft­ir fé­lög­um sín­um og ást­vin­um í hafið en báru harm sinn í hljóði og héldu áfram að sækja sjó­inn. Þannig tók hafið elsku Helga bróður minn. Pabbi fékk aldrei neinn kvóta. Af­kom­end­um hans, sem í dag eru marg­ir, er meinað að nýta sjáv­ar­auðlind­ina þótt þeir fegn­ir vildu nema þá með því að greiða fúlg­ur fjár í vasa þeirra sem þykj­ast eiga óveidd­ann fisk­inn í sjón­um.

Ég fyr­ir­lít þetta órétt­læti í hvert sinn sem ég hugsa til þess. Lái mér hver sem vill.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Deila