Hugljómun Bjarna

Í gær­morg­un var Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra gest­ur þeirra Heim­is og Gulla í Bít­inu á Bylgj­unni. Þar ræddi hann meðal ann­ars al­manna­trygg­inga­kerfið. Um­mæli hans vöktu undr­un okk­ar í Flokki fólks­ins. Aug­ljóst að hann er bú­inn að skipta um skoðun og virðist nú styðja ýmis mál sem Flokk­ur fólks­ins hef­ur mælt fyr­ir árum sam­an.

Flokk­ur fólks­ins hef­ur ít­rekað mælt fyr­ir frum­vöp­um til að bæta al­manna­trygg­inga­kerfið og draga úr skerðing­um. Þar á meðal um af­nám skerðinga elli­líf­eyr­is vegna at­vinnu­tekna eldra fólks. Vegna and­stöðu stjórn­ar­flokk­anna hef­ur það aldrei náð fram að ganga.

Bjarni sagði ein­mitt um þá hug­mynd haustið 2018: „Við eig­um að stilla upp frí­tekju­mark­inu í al­manna­trygg­inga­kerf­inu hvað at­vinnu­tekj­urn­ar snert­ir með skyn­sam­leg­um hætti. Við höf­um ný­lega hækkað frí­tekju­markið veru­lega. Það væri al­gjör­lega galið að af­nema það.“ Í út­varp­inu í gær svaraði hann því hins veg­ar ját­andi þegar hann var spurður hvort það kæmi til greina að elli­líf­eyr­isþegar ættu að eiga þess kost að vinna án þess að verða fyr­ir skerðing­um vegna at­vinnu­tekna sinna. Þetta þótti sem sagt galið þegar hann sat í rík­is­stjórn og hafði tæki­færi til að breyta kerf­inu en kem­ur nú vel til greina þegar kosn­ing­ar eru á næsta leiti.

Eldri borg­ar­ar verða fyr­ir grimmi­leg­um skerðing­um vegna eig­in at­vinnu­tekna. Þeir mega vænta þess að missa 70-80% af þeim í skatta og skerðing­ar.

Þá hef­ur rík­is­stjórn­in sett aft­ur á það öm­ur­lega fjár­hags­lega of­beldi sem felst í „krónu-á-móti-krónu-skerðing­um“ á hóp eldra fólks. Það furðuleg­asta við þá laga­setn­ingu er að rík­is­stjórn­in og fjár­málaráðherra voru til­bú­in að borga millj­ón­um meira fyr­ir að koma skerðing­um aft­ur á en það hefði kostað að gera það ekki.

Millj­óna króna ástæðulaus út­gjöld sem ein­ung­is ollu þeim verst settu fjár­hagstjóni. Verst setta eldra fólkið sett á ný í þess­ar öm­ur­legu skerðing­ar þrátt fyr­ir að fá 10% minna út­borgað en lægstu líf­eyr­is­laun al­manna­trygg­inga sem all­ir vita að eru langt und­ir fram­færsluþörf.

Það yrði fagnaðarefni ef Bjarni Bene­dikts­son myndi styðja frum­varp Flokks fólks­ins um af­nám skerðinga elli­líf­eyr­is vegna at­vinnu­tekna en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins lof­ar slík­um breyt­ing­um kort­er fyr­ir kosn­ing­ar.

Bjarni sendi eldri borg­ur­um bréf skömmu fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2013 þar sem hann ein­mitt lofaði því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi af­nema tekju­teng­ingu elli­líf­eyr­is. Efnd­irn­ar þekkja all­ir þrátt fyr­ir að tæki­fær­in hafi ekki skort enda Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bú­inn að vera í rík­is­stjórn sleitu­laust síðan.

Öryrkj­ar mega enn þola skerðing­ar sem nema 65 aur­um á hverja krónu. Það þrátt fyr­ir öll lof­orð um annað sem gef­in voru fyr­ir síðustu kosn­ing­ar.

Flokk­ur fólks­ins seg­ir burt með skerðing­ar, bæt­um kjör­in.

Guðmundur Ingi Kristinsson

Deila