Hvernig á einstaklingur að lifa á 40% minna?

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, talaði á Alþingi um „hlutabótapakkann“ og lágmark hans.

„Sem betur fer fær enginn minna en 400.000 kr. því að það er vandlifað á minna. Einhverra hluta vegna reiknuðum við það öll út, og sem betur fer, að listamannalaun yrðu 407.000. Einhver stakk upp á því að borga þúsundum listamanna laun. Það væri bara hið besta mál ef við gætum það en þá vil ég fá skýringu á því hvers vegna í ósköpunum stór hópur eldri borgara og öryrkja á að lifa á 257.000 kr. fyrir skatt? Það er 40% minna en þetta. Hver reiknaði þetta út?“

Spurði þingmaðurinn og hélt áfram::

Hvernig var það reiknað út? Hvers vegna í ósköpunum er þetta svona? Hvernig á að segja við þá einstaklinga sem eiga að lifa á 40% minna, 150.000 kr. minna á mánuði, að á sama tíma sé umræða um hækkun þingmannalauna um 70.000 kr. og allt upp í 127.000 kr.? Hvar eru lífskjarasamningarnir? Af hverju er krónutalan allt í einu horfin? Af hverju er allt í einu komin prósentutala? Hæstvirtur forsætisráðherra benti á það í umræðu að launaþróun á almennum markaði og launaþróun hjá ríkinu gæfi þessa 6,3% hækkun. Þó stendur í 69. gr. almannatryggingalaga að bætur almannatrygginga skuli hækka samkvæmt launaþróun. Sú launaþróun var um síðustu áramót 3 komma eitthvað prósent, helmingi minna. Er það einhver önnur launaþróun?“

Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður og varaformaður flokks fólksins

Deila