Kjósum fullveldi í orkumálum og höfnum orkusambandi ESB

EES-samn­ing­ur­inn 1994 er mik­il­væg­asti og áhrifa­mesti alþjóðasamn­ing­ur sem Ísland á aðild að. Ná áhrif­in til efna­hags­lífs og lög­gjaf­ar. Ein­ung­is Gamli sátt­máli frá 1262 jafn­ast á við mik­il­vægi og áhrif EES-samn­ings­ins á Íslandi.

Með Gamla sátt­mála varð Ísland skatt­land norsku krún­unn­ar en skil­yrði Íslend­inga var að kon­ung­ur léti þá ná friði og ís­lensk­um lög­um. Með sátt­mál­an­um varð Ísland hluti af hagsvæði norsku krún­unn­ar. Gamli sátt­máli var skil­mála­skrá Íslend­inga við kon­ungs­hyll­ing­ar í fjór­ar ald­ir.

Lög­gjaf­ar­vald var í hönd­um kon­ungs og Alþing­is, einkum kon­ungs. Nor­egs­kon­ung­ur beitti sér fyr­ir rétt­arein­ingu inn­an norska rík­is­ins, sem leiddi til lög­töku Jóns­bók­ar 1282, lög­bók­ar Íslend­inga um ald­ir og er enn í dag mik­il­væg í ís­lensk­um rétti. Með tím­an­um fjaraði und­an lög­gjaf­ar­valdi Alþing­is og urðu dóm­störf aðal­verk­efnið. Íslend­ing­ar geng­ust und­ir ein­veldi og af­söluðu sér sjálf­stjórn í hend­ur kon­ungi við erfðahyll­ing­una á Kópa­vogs­fund­in­um 1662. Íslensk­ir stór­bænd­ur gerðu Gamla sátt­mála til að leysa stjórn­mála­vanda, efla lands­frið, sem þeir gátu ekki tryggt á ann­an hátt.

EES-samn­ing­ur­inn er sam­starfs­samn­ing­ur og er ætlað að efla viðskipta- og efna­hag­stengsl samn­ingsaðila með sömu regl­um til að mynda eins­leitt evr­ópskt efna­hags­svæði (EES).

Mark­miði sam­starfs­ins er náð með fjór­frelsi, sem eru frjáls­ir flutn­ing­ar vöru, fólks, fjár­magns og þjón­ust­u­starf­semi, og kerf­is sem trygg­ir sam­keppni og sam­vinnu í rann­sókn­um og þróun, um­hverf­is­mál­um, mennt­un og fé­lags­mál­um.

Með samn­ingn­um fær Ísland aðgang að innri markaði ESB án aðild­ar að ESB. Á móti er Ísland skuld­bundið að taka í lands­rétt ESB-gerðir í viðauk­um samn­ings­ins og sem sam­eig­in­lega EES-nefnd­in ákveður að taka upp í hann og eru hluti fjór­frels­is­ins, en með stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara um samþykki Alþing­is. Ísland get­ur hafnað að aflétta hinum stjórn­skipu­lega fyr­ir­vara og vísað máli aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar, sem ber skylda til að gera sitt ýtr­asta til að ná sam­komu­lagi sem aðilar geta sætt sig við.

Lög­bók­in Járn­síða hentaði ekki aðstæðum Íslend­inga og var mótstaða við lög­töku henn­ar á Alþingi 1271, sem leiddi til lög­töku Jóns­bók­ar 1282.

Orku­stefna ESB og aðild að orku­sam­bandi ESB hent­ar ekki aðstæðum Íslend­inga og tek­ur ekki til­lit til land­fræðilegr­ar legu Íslands sem eyju í Norður-Atlants­hafi fjarri meg­in­landi Evr­ópu, orku­auðlinda­nýt­ing­ar lands­ins og mik­il­væg­is henn­ar fyr­ir sjálf­stæði og efna­hags­lega hag­sæld.

Krafa Íslands á að vera að orku­stefna ESB gildi ekki um Ísland. Málsmeðferð hjá sam­eig­in­legu nefnd­inni myndi skýra stöðu Íslands inn­an EES-sam­starfs­ins og þýðingu hins stjórn­skipu­lega fyr­ir­vara til langr­ar framtíðar. Það myndi styrkja EES-sam­starfið. Í dag er það í krísu og að óbreyttu mun grafa enn frek­ar und­an sam­starf­inu vegna full­veldisafsals í orku­mál­um.

Raf­orka sem vara fell­ur ekki hvað Ísland varðar und­ir fjór­frelsi EES-samn­ings­ins því raf­orka flæðir ekki frjálst frá Íslandi og þjóðin hef­ur ekki tekið ákvörðun um að tengj­ast innri raf­orku­markaði ESB með lagn­ingu sæ­strengs. Frá­leitt er að Ísland sé að lög­taka ESB-lög um raf­orku­viðskipti yfir landa­mæri og gang­ist und­ir eft­ir­lits­stofn­un með slík­um viðskipt­um þegar Ísland stund­ar ekki slík viðskipti. Því hef­ur verið haldið fram til heima­brúks að Íslandi geti hafnað því að lagður verði sæ­streng­ur til ESB. Það er líkt og að samþykkja frjálsa vöru­flutn­inga en hafna bygg­ingu vöru­flutn­inga­hafna sem gera frjálsa flutn­inga vöru mögu­lega. Eini þrösk­uld­ur sæ­strengs er hár kostnaður, ekki vilji þjóðar­inn­ar eða Alþing­is. Sæ­streng­ur er skil­yrði raf­orku­viðskipa yfir landa­mæri.

Í 25 ára sögu EES-samn­ings­ins hef­ur hinn stjórn­skipu­legi fyr­ir­vari aldrei verið nýtt­ur og hef­ur ekki komið til þess að máli hafi verið vísað aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Það dreg­ur ekki úr gildi hins stjórn­skipu­lega fyr­ir­vara í EES-sam­starf­inu.

Eng­in for­senda er því fyr­ir aðild Íslands að Orku­sam­bandi ESB. Með aðild að Orku­sam­bandi ESB er Ísland að ganga inn í ESB á sviði orku­mála. Í EES-samn­ingn­um var samið um orku­sam­vinnu, ekki þátt­töku í orku­sam­bandi. ESB-rík­in sköpuðu grund­völl fyr­ir orku­sam­bandi ESB með Lissa­bon-sátt­mál­an­um 2007, fimmtán árum eft­ir und­ir­rit­un EES-samn­ings­ins 1992.

Ísland á því að hafna aðild að orku­sam­bandi ESB. Þannig eru hags­mun­ir Íslands best tryggðir inn­an EES-sam­starfs­ins. Líti Ísland svo á að beit­ing hins stjórn­skipu­lega fyr­ir­vara feli í sér upp­sögn á EES-samn­ingn­um eða að hann sé ekki raun­veru­leg­ur val­kost­ur inn­an EES-sam­starfs­ins felst í því viður­kenn­ing á að hið raun­veru­lega lög­gjaf­ar­vald á þeim sviðum sem falla und­ir EES-samn­ing­inn sé í raun hjá sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni. Þetta viðhorf gref­ur und­an lög­gjaf­ar­valdi Alþing­is og með tím­an­um mun fjara und­an því. Það hef­ur gerst áður í sög­unni.

Full­veldi þjóðar­inn­ar í orku­mál­um hef­ur reynst okk­ur Íslend­ing­um heilla­drjúgt og á því höf­um við byggt vel­meg­un okk­ar. Mik­il­vægt er að þjóðin hafni í alþing­is­kosn­ing­un­um því full­veldisafsali sem á sér stað með inn­leiðingu orku­stefnu ESB.

Segið NEI við orku­sam­bandi ESB með því að kjósa Flokk fólks­ins á kjör­dag.

Eyjólfur Ármannson, oddviti norðvesturkjördæmis

Deila