Látið ykkur líða illa um jólin!

„Hinn 1. jan. 2017 var afnumin hin svokallaða króna-á-mótikrónu-skerðing á eldri borgara. Markmiðið var að einfalda almannatryggingakerfið. Kerfi sem við öll vitum að er svo stagbætt og flókið að ekki nema færustu sérfræðingar á sviði almannatrygginga botna nokkurn skapaðan hlut í því.“

Svona hefst pistill Ingu Sædal, formanni Flokks fólksins í Morgunblaðinu: Hættið að níðast á öryrkjum.

Í honum segir Inga það skemmst frá því að segja að öryrkjar, fátækasti minnihlutahópur samfélagsins, hafi verið skildir eftir og áfram látnir bera byrðar skerðingarinnar. Segir hún einnig óumdeilt að mikil óánægja hafi ríkt með skerðinguna frá því að henni var komið á eftir hrun.

Hrein valdaníðsla stjórnvalda

„Flokkur fólksins hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að afnema skerðinguna með öllu, enda metið það svo að um hreina valdníðslu stjórnvalda sé að ræða,“ segir Inga.

„Hænuskref var stigið þegar Alþingi samþykkti í vor að lækka krónu-á-móti-krónu-skerðinguna um 35 aura. Lækkunin fól í sér að aðrar tekjur örorkulífeyrisþegans skerðast ekki lengur um 100% á móti lífeyri, heldur um 65%. Lækkunin var látin gilda afturvirkt frá 1. janúar 2019. Í ágúst sl. endurgreiddi Tryggingastofnun síðan öryrkjum mismuninn á tímabilinu sem leiðréttingin tók til.“

Segir Inga að sjálfsögðu hafa verið möguleiki í kerfinu til þess að hrifsa til baka. Það hafi verið gert með því að reikna endurgreiðsluna sem hluta af tekjum ágústmánaðar.

„Það hafði í för með sér tilheyrandi minnkun húsnæðisstuðnings og hækkun húsaleigu. Orðið einteymingur merkir „einfaldur taumur á hesti“. Sá sem ríður við einteyming hefur því aðeins taum öðrum megin við hnakka hestsins. Það er nokkuð öruggt að slíkur taumur er ekki upp á marga fiska. Þannig taum notaði félags- og barnamálaráðherra þegar hann, væntanlega í góðri trú, dró úr krónu-á-móti-krónu-skerðingunni um 35% á eintali við sjálfan sig án þess að tryggja hagsmuni þeirra sem hann sagðist vera að hjálpa.“

Segir Inga ekkert hafa verið gert til þess að koma í veg fyrir högguð og að afturvirku greiðslunum hafi til að mynda ekki verið dreift á átta mánaða tímabilið sem þær tóku til.

„Sannarlega hefur borgarstjórn ekki hækkað lágmarkstekjuviðmið sitt svo koma megi í veg fyrir að það skref sem stigið var í viðleitninni til að bæta kjör öryrkjans snúist upp í andhverfu sína. Það er dapurt að horfa upp á jólagjöfina sem stjórnvöld senda öryrkjum nú sem endranær. Skilaboðin eru skýr. Öryrkjar: Látið ykkur líða illa um jólin!“

Grein þessi birtist á Hringbraut.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Deila