Mál Flokks fólksins í þágu aldraðra samþykkt!

Á yfirstandandi löggjafarþingi lagði Flokkur fólksins fram frumvarp þess efnis að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu. Þetta var í annað sinn sem að frumvarpið var lagt fram af Flokki fólksins en við þinglokasamninga á yfirstandandi þingi féllust allir flokkar á að þetta þingmál næði fram að ganga í formi þingsályktunartillögu.

Óháðum aðilum verður falið að kostnaðargreina afnám skerðinganna og í því sambandi verður tekið tillit til útgjaldahliðar og tekjuhliðar ríkissjóðs. Leiði greiningin í ljós að aðgerðin feli ekki í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð verður frumvarp lagt fyrir þingið 1. mars 2020 um að afnema skerðingarnar.

Frumvarpið sem að Inga Sæland lagði fram fyrir hönd Flokks fólksins var meðal annars byggt á greinargerð sem var unnin fyrir hönd Félags eldri borgara í Reykjavík árið 2017 en í henni kemur fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og það sé vel hugsanlegt að ríkissjóður gæti þvert á móti haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni.

Þetta eru frábærar fréttir og stórt skref í að afnema óréttlátar skerðingar á eldri borgara.

Tengill á þingsályktunartillöguna

Deila