Rafræn meðmæli

Hægt er að mæla rafrænt með framboðum til Alþingiskosninga, fyrir kosningarnar 25. september nk.

Allir listar þurfa að fá lágmarksfjölda meðmæla í hverju kjördæmi til að geta boðið sig fram. Að mæla með framboðslista er ekki stuðningyfirlýsing við Flokk Fólksins eða yfirlýsing um að þú ætlir að kjósa flokkinn, heldur gerir okkur einungis kleift að bjóða fram í þínu kjördæmi.

Það skiptir máli fyrir lýðræðið að allir flokkar birtist á kjörseðlum og að kjósendur fái að velja á milli þeirra á kjördegi. Þú getur hjálpað okkur að tryggja kjósendum val með því að mæla með framboðslista Flokks Fólksins í þínu kjördæmi. Það er einfalt að mæla með framboðslistum. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að mæla með framboðslista Flokks Fólksins: 

Veldu þitt kjördæmi hér að neðan

Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

Ef þú ert ekki viss um í hvaða kjördæmi þú kýst

Athugið að ekki má mæla með fleiri en einu framboði fyrir hverjar kosningar.

  • Meðmæli eru ekki birt opinberlega en þú getur fylgst með á þínum síðum á ísland.is, hvaða lista þú hefur mælt með.