Ný heimasíða komin í loftið

Eins og margir hafa tekið eftir hefur heimasíða flokksins ekki verið í loftinu í 2 daga en það var vegna þess að ný heimasíða var í vinnslu. Vonandi fer hún vel af stað en í byrjun geta alltaf komið upp smávæginlegir gallar eða villur þannig að við hvetjum alla til þess að senda okkur skilaboð ef þeir taka eftir slíku. Hafa ber í huga að á næstunni munu uppfærslur eiga sér stað sem gæti komið niður á virkni síðunnar á tímum. Biðjumst við velvirðingar á því og vonum að hún komi sterk inn og standi fyrir sínu til framtíðar litið.

 

Deila