Peningana eða lífið

Það er verið að beita heim­ili lands­ins of­beldi. Það væri eins hægt að beina að þeim byssu og segja „pen­ing­ana eða lífið“.

Rík­is­stjórn­in stend­ur aðgerðalaus hjá á meðan Seðlabank­inn af­hend­ir bönk­un­um vopn­in svo þeir geti rænt heim­il­in. Þegar fjár­mun­irn­ir hverfa versn­ar af­kom­an og þegar af­kom­an versn­ar hverfa mögu­leik­arn­ir og draum­arn­ir brotna. Þá snýst allt um að halda sjó og reyna að verja heim­ilið fyr­ir ásókn bank­anna.

Við fjór­tándu vaxta­hækk­un sína var seðlabanka­stjóri svo ósvíf­inn að hvetja fólk til að ræða við bank­ana um end­ur­fjármögn­un. Hann sagði að marg­ir gætu átt mögu­leika, þar sem hús­næði hef­ur hækkað á papp­ír, til að skuld­setja sig meira, eins dá­sam­leg til­hugs­un og það nú er með svona vaxtafíkil eins og hann við stjórn­völ­inn. Í aðal­atriðum er hann að hvetja fólk til að skipta yfir í verðtryggð lán sem er eins og að segja við fórn­ar­lambið að það megi velja á milli þess að deyja strax eða taka hæg­virk­andi eit­ur.

Verðtrygg­ing er hæg­virk­andi eit­ur sem virðist veita „skjól“ á meðan hún fest­ir fólk í vef sem það mun lík­lega aldrei losna úr. Það að taka verðtryggð lán í 7,6% verðbólgu er ávís­un á gríðarleg vand­ræði áður en langt um líður. Eft­ir eitt ár mun 50 millj­óna verðtryggt lán sem tekið er í dag hafa hækkað um þrjár millj­ón­ir, eft­ir tvö ár sex og eft­ir fimm ár verður lánið komið í 65 millj­ón­ir og á meðan hækka þess­ar „hag­stæðu“ af­borg­an­ir stöðugt.

Á meðan stór hluti þjóðar­inn­ar er rek­inn í þessa gildru er rík­is­stjórn­in aðgerðalaus. Hún þyk­ist ekk­ert geta gert til að stöðva stjórn­laus­an Seðlabanka því hann á að vera „sjálf­stæður í störf­um sín­um“. Þótt það sé yf­ir­leitt góð og gild stefna til að póli­tík­us­ar geti ekki bara hækkað og lækkað gengi eft­ir þörf­um út­gerðar­inn­ar, eins og einu sinni var, þá erum við ekki að horfa upp á það nú.

Núna erum við að horfa upp á Seðlabanka sem í stríði sínu við launþega­hreyf­ing­una ræðst gegn heim­il­um lands­ins, þannig að þau muni jafn­vel aldrei bíða þess bæt­ur.

Rík­is­stjórn sem ekki ver heim­il­in fyr­ir árás­um sem þess­um er van­hæf rík­is­stjórn.

Hlut­verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar er fyrst og fremst að standa með heim­il­un­um. En það er því miður ólík­legt að hún muni nokk­urn tím­ann gera það.

Þegar hæg­virk­andi eit­ur verðtrygg­ing­ar­inn­ar fer að virka munu tug­ir þúsunda lenda í mikl­um erfiðleik­um sem þeir þurfa ekki að lenda í, erfiðleik­um sem hægt er að koma í veg í ef brugðist er við NÚNA STRAX!

Það á aldrei að líða of­beldi!

 

Deila