Ríkið framleiðir öryrkja á færibandi

„Áhyggjur eru af auknum vanda barna í skóla. Þá eru dæmi um að nemendur hafi ekki skilað sér í skóla í eitt til tvö ár. Afleiðingarnar eru gígantískar af því að sjá ekki til þess að börn fái greiningu strax, það bitnar á framtíðinni. Hvað er ríkið að gera í því tilfelli? Jú, það er að framleiða á færibandi öryrkja til framtíðar. Það þarf ekki að segja okkur annað en það að setja eina krónu í þetta málefni sparar tíma. Það margborgar sig. Við vitum afleiðingarnar fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra ef vinatengsl bresta, skólagangan raskast algjörlega. Þá erum við með slæmt kerfi sem mun bitna illa á heilbrigðiskerfinu í framtíðinni,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi í dag.

„Þess vegna vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra: Hve mörg börn eru á biðlista á göngudeild BUGL og hvað hefur hann lengst mikið? Jafnframt vil ég spyrja: Hve mörg börn eru á biðlista legudeildar í dag? Hver er meðalbiðtíminn? Hefur hann lengst og þá hversu mikið? Hvað hafa börnin þurft að bíða lengst eftir þjónustu?“

Fréttin birtist á midjan.is

Deila