Ríkið skal borga ellilífeyrisþegum 5 milljarða!

„Ég veit ekki hvað ég heiti, ég er svo glöð í dag,“ seg­ir Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins. Mál sem Flokk­ur fólks­ins rak fyr­ir Lands­rétti með Sig­ríði Snæ­land Jóns­dótt­ur, móður Ingu Sæ­land, sem málsaðila, vannst í dag. Ríkið þarf að lík­ind­um að greiða ellí­líf­eyr­isþegum 5 millj­arða.

Inga tel­ur ekki ósenni­legt að ríkið muni hins veg­ar áfrýja dómn­um til Hæsta­rétt­ar en seg­ir að þetta sé mik­ill sig­ur. Hér ræðir hún dóm­inn við mbl.is.

„Með þessu upp­sker­um við rétt­læti fyr­ir eldri borg­ara, sem ólög­mætt máttu þola skerðing­ar af hálfu Trygg­inga­stofn­un­ar,“ seg­ir Inga. Dóm­ur­inn, sem hún kall­ar „tíma­móta­dóm“, féll í Lands­rétti í dag og þar var hon­um snúið við frá því í Héraðsdómi, þar sem dæmt var rík­inu í vil.

„Dóm­ur­inn í héraðsdómi var ekki vel rök­studd­ur og við sáum því eng­an ann­an kost en að áfrýja hon­um. Niðurstaðan er sú að Lands­rétt­ur hef­ur dæmt vel og með góðum rök­stuðningi,“ seg­ir Inga.

Í mál­um sem þessu, þar sem stór hóp­ur fólks fékk skert­ar bæt­ur með ólög­mæt­um hætti, er feng­inn einn málsaðili í nafni hvers málið er rekið. Dóm­ur­inn sem fell­ur í því máli er svo notaður sem for­dæmi fyr­ir þá sem voru í sömu stöðu og aðil­inn. Lík­legt er að sá hóp­ur geti nú leitað rétt­ar síns sömu­leiðis og fengið end­ur­greidd­ar bæt­urn­ar sem voru dregn­ar frá þeim.

All­ur gang­ur er á því hve mikl­um end­ur­greiðslum ein­stak­ir líf­eyr­isþegar geta gert sér von­ir um en það fer allt eft­ir upp­hæð frá­drátt­ar­ins á sín­um tíma, sem fór eft­ir líf­eyr­is­rétti. „Til dæm­is er móðir mín, sem er málsaðili í mál­inu fyr­ir okk­ar hönd, mjög fá­tæk og fékk lít­inn líf­eyri,“ seg­ir Inga. „Fyr­ir hana er þetta fjár­sjóður.“

Að auki tel­ur Inga að dóm­ur­inn sé dæmi um þá rétt­ar­bót sem fel­ist í nýja dóms­stig­inu Lands­rétti. „Það er ynd­is­legt að finna hvernig nýtt milli­dóms­stig virk­ar í svona mál­um. Lands­rétt­ur virk­ar vel í rétt­ar­rík­inu og í hon­um er mik­il rétt­ar­bót,“ seg­ir Inga.

Frétt þessi birtist á mbl. Sjá slóð að neðan.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/05/31/fyrir_hana_er_thetta_fjarsjodur/

Deila