Skammist ykkar, vanhæfa ríkisstjórn

Nú árið er liðið í ald­anna skaut og aldrei það kem­ur til baka. Þetta er upp­hafs­setn­ing í sálmi eft­ir séra Valdi­mar Briem sem hann orti árið 1886. Ég fyll­ist lotn­ingu og um leið ákveðnum söknuði í hvert sinn sem ég hlýði á þenn­an fal­lega sálm sem flest okk­ar þekkja og er sung­inn um hver ára­mót við lag eft­ir Andreas Peter Berggreen.

Að gera upp árið 2023 um störf­in á Alþingi ger­ir mig bæði leiða og dapra. Þegar grannt er skoðað hef­ur árið sem er að líða ein­kennst af van­mætti og sundr­ungu sitj­andi rík­is­stjórn­ar. Við sjá­um al­gjört úrræða- og sam­stöðuleysi ráðamanna sem bera ábyrgð á þjóðarskút­unni okk­ar en ekk­ert þeirra held­ur um stýrið. Skút­una rek­ur stjórn­laust und­an vindi og stefn­ir í al­gjöra brot­lend­ingu við kletta­beltið framund­an. Skip­stjór­inn lang­fyrst­ur frá borði.

Staðan í sam­fé­lag­inu er engu að síður aug­ljós öll­um. Við sjá­um skýra mynd af sam­fé­lagi sem glím­ir við margþætta og djúp­stæða kreppu á flest­öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Hér rík­ir stjórn­ar­kreppa, kreppa í efna­hags­mál­um, í hæl­is­leit­enda­mál­um, heil­brigðismál­um, hús­næðismál­um, mennta­mál­um, öld­urn­ar­mál­um, ör­yrkja­mál­um, fíkni­sjúk­dóma­mál­um, geðheil­brigðismál­um, orku­mál­um, sam­göngu­mál­um og áfram mætti telja.

Árið 2023 hef­ur verið bar­áttu­ár þar sem Flokk­ur fólks­ins hef­ur staðið í fremstu víg­línu gegn órétt­læti og ófyr­ir­gef­an­legri fá­tækt­inni sem hef­ur fest ræt­ur í sam­fé­lag­inu með öll­um þeim af­leiddu hörm­ung­um sem henni fylgja.

Á ár­inu sem er að líða höf­um við séð sem aldrei fyrr hvernig rík­is­stjórn­in vef­ur þræði sér­hags­muna í gegn­um alla sína stefnu­mót­un í gegn­um öll sín inni­halds­litlu og mátt­lausu störf. Hún horf­ir aðgerðalaus á enn frek­ari græðgi­svæðingu fjár­mála­fyr­ir­tækja sem maka krók­inn með ok­ur­vöxt­um í óðaverðbólgu á kostnað al­menn­ings og heim­il­anna í land­inu. Fyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar vegna van­hæfr­ar verk­lausr­ar rík­i­s­tjórn­ar eru þær að þúsund­ir munu missa heim­ili sín að óbreyttu. Það þarf eng­ar sér­gáf­ur til að sjá það, að eng­inn sem er á meðallaun­um get­ur tekið á sig stökk­breytt­ar af­borg­an­ir hús­næðislána sinna. Þvert á móti eru þau þvinguð í eitraðan „náðarfaðm“ verðtrygg­ing­ar eða að öðrum kosti missa heim­ili sín í græðgiskjaft lán­ar­drottna. Ég sann­fær­ist enn bet­ur um það, að þess­ir gjörn­ing­ar all­ir eru full­kom­lega með vit­und og vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem hef­ur al­gjör­lega sleppt hönd­um af stýri þjóðarskút­unn­ar, hallað sér aft­ur í sæt­inu, þ.e.a.s þeir sem hafa ekki flúið frá borði með for­sæt­is­ráðherr­an­um og brot­lenda á kletta­veggn­um framund­an. Á sama tíma er vax­andi skort­ur og sára­fá­tækt hjá þeim sem búa við bág­ustu kjör­in.

Beðið eft­ir rétt­læt­inu
Við höf­um mátt horfa upp á hvernig frum­vörp­um Flokks fólks­ins og þings­álykt­un­ar­til­lög­um hef­ur verið sópað út af borðinu af hjart­laus­um rík­is­stjórn­ar­flokk­um. Flestallt mál sem lúta að því að rétta þeim hjálp­ar­hönd sem hafa það allra bág­ast í sam­fé­lag­inu vegna sárr­ar fá­tækt­ar. Ég get með engu móti skilið stjórn­völd sem hika ekki við að beita valdi sínu ít­rekað gegn þeim sem þarfn­ast þeirra mest. Ítrekað get­ur að líta sótsvart­ar skýrsl­ur sem sýna svart á hvítu hvernig staða þessa viðkvæm­asta hóps fer síversn­andi. Þrátt fyr­ir það má þessi viðkvæm­asti þjóðfé­lags­hóp­ur enn bíða eft­ir rétt­læt­inu og það í boði Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs (VG) sem leiðir þessa rík­is­stjórn. For­sæt­is­ráðherr­ann sem þegar hef­ur yf­ir­gefið þjóðarskút­una og ákveðið að freista þess að synda í land frem­ur en að stýra skút­unni frá brot­lend­ingu, hef­ur á árum áður átt mörg orð yfir slík stjórn­völd, sam­bæri­leg þeim sem hún ber ábyrgð á nú.

Sag­an mun dæma tím­ana sem við lif­um nú. Þar sem stjórn­völd bás­úna um hag­sæld, meðal­töl og auðgi á við það sem best þekk­ist í heim­in­um í dag. Á sama tíma er ekki til fjár­magn til að sinna brýn­ustu nauðþurft­um barn­anna okk­ar. Fá­tækt ís­lenskra barna hef­ur vaxið um hátt í 50% á sl. 6 árum. Þegar Flokk­ur fólks­ins var stofnaður snemma árs 2016 var það til að berj­ast gegn fá­tækt barna fyrst og fremst. Þá sýndi skýrsla Unicef á Íslandi að 9,1% banr­anna okk­ar liði hér mis­mik­inn skort. Nýj­ar rann­sókn­ir sýna svo ekki er um að vill­ast að nú eru það ríf­lega 14% barna sem líða hér mis­mik­inn skort, hátt í 11.000 börn. Þar af eru tæp 4.000 þeirra í sárri fá­tækt. Hvað þýðir það eig­in­lega að börn­in búi við sára fá­tækt? Er þetta ein­ung­is lesið með því að skauta fram­hjá því og agn­ú­ast út í grein­ar­höf­und­inn sem fær aldrei nóg af því að benda á órétt­lætið og hryll­ing­inn sem fá­tæk­ar fjöl­skyld­ur mega búa við? Ég vona í það minnsta að svo sé ekki. Ég tel að fá­tækt­in sé rót alls ills, hún brýt­ur niður ein­stak­ling­inn og hef­ur keðju­verk­andi af­leiðing­ar út í allt æðakerfi sam­fé­lags­ins. Stjórn­völd sem hafa það ekki að meg­in­mark­miði sínu að út­rýma fá­tækt eru van­hæf með öllu. Hvernig mætti það ann­ars vera að fá­tækt­inni sé ekki út­rýmt. Við vit­um öll af vax­andi fá­tækt og sótsvört­um skýrsl­um um stöðu barna, fatlaðra, ör­yrkja og eldra fólks. Aðgerðal­eysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar er skelfi­leg­ur vitn­is­b­urður um það hvernig stjórn­völd hafa al­gjör­lega brugðist skyld­um sín­um gagn­vart þessu fólki.

Þjóðarmein sem er mann­anna verk
Það ligg­ur fyr­ir að fáir kjörn­ir full­trú­ar hafa nokk­urn tím­ann á lífs­leiðinni þurft að lifa við fá­tækt. Verk þeirra sýna fram á að þeir eru ófær­ir um að setja sig í spor þeirra sem lifa í sárri neyð. Ég ef­ast ekki um að ef þeir þekktu þetta á eig­in skinni þá væri fyr­ir langa löngu búið að leiðrétta þetta þjóðarmein, þessa þjóðarskömm sem er í einu og öllu mann­anna verk.

Svo ein­kenni­legt sem það er þá virðast alltaf vera til næg­ir pen­ing­ar fyr­ir græðgina, auðvaldið og snobbið. En það eru ekki til fjár­mun­ir til að veita blásnauðu eldra fólki jóla­bón­us fyr­ir jól­in. Ég gaf stjórn­ar­flokk­un­um margoft tæki­færi til að skipta um skoðun í at­kvæðagreiðslum um jóla­bón­us til eldra fólks nú fyr­ir jól­in og færa sig yfir í mannúðina með því að skipta um skoðun og færa nei yfir í já. Allt kom fyr­ir ekki, þeim varð ekki haggað frek­ar en fyrri dag­inn og NEI var áfram NEI.

Hugsið ykk­ur þá staðreynd, þann hryll­ing, að ár­lega deyja á Íslandi um hundrað ein­stak­ling­ar úr fíkni­sjúk­dómn­um. Á meðan hef­ur rík­is­stjórn­in valið að snúa baki við þess­um lífs­hættu­lega sjúk­dómi. All­ar til­lög­ur Flokks fólks­ins um aukn­ar fjár­veit­ing­ar til þeirra stofn­ana sem sinna þessu fár­veika fólki og veita þeim lífs­nauðsyn­lega meðferð hafa verið felld­ar. Þetta spegl­ar hug­ar­far rík­is­stjórn­ar sem læt­ur sér á sama standa þótt fólkið okk­ar deyi í hrönn­um vegna lífs­hættu­legs sjúk­dóms og skorts á lækn­is­hjálp. Tug­ir deyja ár­lega á biðlist­um eft­ir hjálp. Hvort er þetta mann­vonska eða for­dóm­ar eða kannski sitt lítið af hvoru sem ræður hér för?

Hvernig get­ur nokk­ur rík­is­stjórn rétt­lætt það að eyða millj­örðum í glæsi­hall­ir, er­lend­an stríðsrekst­ur og til­hæfu­laus­ar snobbráðstefn­ur á meðan þúsund­ir þurfa að treysta á hjálp­ar­stofn­an­ir til að lifa af? Eitt er víst að ég myndi aldrei sitja í slíkri stjórn.

Með nýju ári koma koma ný tæki­færi. Við skul­um ávallt muna að sam­an erum við ósigrandi og ávallt trúa að rétt­lætið muni sigra að lok­um.

Gleðilegt nýtt bar­áttu­ár og takk fyr­ir all­an stuðning­inn og hvatn­ing­una á ár­inu sem er að líða.

Fólkið fyrst, svo allt hitt.

Deila