Sömu víkingarnir, sama spillingin

Salan á hlut rík­is­ins í Íslands­banka var algjört fíaskó eins og öllum er ljóst núna. Það er hins vegar seint í rass­inn gripið að átta sig eftir að salan hefur farið fram, því þessi atburða­rás var fyr­ir­sjá­an­leg og aug­ljós þeim sem hafa ein­hverja hug­mynd um það sem átt hefur sér stað hér á Íslandi, a.m.k. frá hruni en senni­lega mun leng­ur.

Fyrir þau okkar sem höfum barist fyrir rétt­læti frá banka­hrun­inu 2008, var atburða­rás síð­ustu daga, algjör­lega fyr­ir­sjá­an­leg. Í söl­unni á Íslands­banka krist­all­ast spill­ingin sem við höfum barist við frá hruni.

Salan á Íslands­banka er ekki „Spill­ing­in“ með stóru essi, hún er bara topp­ur­inn á ísjak­anum í þjónkun „kerf­is­ins“, ráð­herra, alþingis og fjölda emb­ætt­is­manna við fjár­mála­kerfið og íslenska „ólíg­ar­ka“.

Það er gott og frá­bært að Alþingi sé ofboðið vegna sölu Íslands­banka og von­andi leiðir það til ein­hverra breyt­inga sem skipta máli fyrir almenn­ing í land­inu.

En við skulum var­ast að líta á þessa sölu sem ein­hvern ein­stakan atburð og skoða hann í sam­hengi við það sem áður hefur gerst. Þá má nefni­lega sjá skýrt „mynstur“ spill­ingar og hrein­lega ein­beitts ásetn­ings til að fórna fólk­inu í land­inu fyrir fégráð­uga ein­stak­linga sem einskis svífast.AUGLÝSING

Nokkur dæmi um það sem gerst hefur eftir hrun:

  • Ríkið stóð fyrir stærsta kenni­tölu­flakki sög­unnar til að bjarga bönk­unum eftir hrun. Nei­kvæðar afleið­ingar hruns­ins fyrir bank­ana voru svo til eng­ar, mála­mynd­a­refs­ingar á nokkrum ein­stak­lingum sem allir héldu samt öllu því sem þeim hafði áskotn­ast á árunum fyrir hrun.
  • Lána­söfn voru færð yfir til „nýju“ bank­anna á a.m.k. 50% afslætti.
  • Þessum afslætti var í engu skilað til fólks­ins í land­inu. Bank­arnir sáu sér þvert á móti leik á borði og inn­heimtu hvert ein­asta lán upp í topp án nokk­urrar mis­k­unn­ar.
  • Stjórn­völd sögðu ekki múkk við því heldur létu sér vel líka og verð­laun­uðu með bón­usum þá starfs­menn sem harð­ast gengu fram og náðu mestu inn.
  • Á sama tíma og ákveðið var að ganga hart fram gegn „skuld­ur­um“ sak­lausu fólki sem hafði það eitt sér til saka unnið að taka hús­næð­is­lán, fengu hrun­verjarn­ir, sjálfir útrás­ar­vík­ing­arn­ir, um 2.000 millj­arða afskrif­aða. TVÖ ÞÚS­UND MILLJ­ARÐA!
  • Frá hruni hafa „nýju kenni­töl­urn­ar“ hagn­ast um meira en 1.000 millj­arða. Sá hagn­aður byggir á „blóði og svita“ heim­ila lands­ins, fyrst og fremst þeim 15.000 sem bank­arnir skutu niður af virk­is­vegg skjald­borg­ar­inn­ar, en öll hafa heim­ilin fengið að blæða með einum eða öðrum hætti.

Að minnsta kosti 10.000 heim­ili voru hirt á nauð­ung­ar­sölum VEGNA þess­arar þjónk­unar við fjár­mála­öflin og 5 – 10.000 í við­bót, gengu að e.k. nauð­ara­samn­ingum við bank­ana og misstu heim­ili sín vegna þeirra og þá eru ótaldar þær þús­undir sem náðu að halda heim­ili sínu vegna samn­inga við bank­ann sem setti þau í klafa fátæktar og skorts.

En það er meira sem hefur gerst en þetta og Íslands­banki er ekki fyrsta arð­væn­lega fyr­ir­tækið sem hefur verið selt. Upp í hug­ann koma t.d. Borg­un, Míla og Lind­ar­vatn.

Borg­un, Míla og Lind­ar­vatn

Það virð­ist vera full ástæða til að rifja upp nokkuð af því sem gerst hefur á allra síð­ustu árum því ef stjórn­mála­menn hefðu haldið vöku sinni og sett það í sam­hengi við söl­una á Íslands­banka, hefðu þeir kannski ekki orðið jafn hissa og raun ber vitni, á því hvernig sú sala fór. Eins og eft­ir­far­andi dæmi sýna var það algjör­lega fyr­ir­sjá­an­legt.

Sala á hlut rík­is­ins í Borgun:

Lands­bank­inn, sem er í rík­i­s­eigu, seldi hlut sinn í Borgun árið 2014 og eins og fyrir eitt­hvað krafta­verk jókst hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins gríð­ar­lega strax í kjöl­far­ið. Í grein Kjarn­ans Tíu stað­reyndir um sölu á hlut Lands­bank­ans í Borgun stend­ur:

Hlutur Lands­­bank­ans, sem er að mest­u í rík­­i­s­eigu, var ekki seldur í opnu sölu­­ferli. Öðrum mög­u­­lega áhuga­­söm­um ­kaup­endum bauðst því ekki að bjóða í hlut­inn. Kjarn­inn upp­­lýsti um það þann 27. nóv­­em­ber 2014 hverjir hefðu verið í fjár­­­festa­hópnum og hvernig salan hefð­i ­gengið fyrir sig. Á meðal þeirra var Einar Sveins­­son, föð­­ur­bróðir Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Miðað við hefð­bundna mæli­kvarða sem fjár­­­festar styðj­­ast við í fjár­­­fest­ingum þótti verð­ið lágt, hvort sem miðað er við fyr­ir­tæki erlendis eða skráð fyr­ir­tæki á Íslandi.

Þetta hljómar óneit­an­lega kunn­ug­lega og síðar í grein Kjarn­ans er fjallað um arð­greiðslur Borg­unar til hlut­hafa 4 mán­uðum eftir að rík­is­bank­inn seldi sinn hlut:

Kjarn­inn greinir frá því þann 29. apríl 2015 að ákveðið hefð­i verið á aðal­­fundi Borg­unar í febr­­úar sama ár að greiða hlut­höfum félags­­ins 800 millj­­ónir króna í arð vegna frammi­­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins á árinu 2014, þeg­ar Lands­­bank­inn var enn eig­andi að tæp­­lega þriðj­ungs­hlut. Þetta var í fyrsta sinn ­sem arður var greiddur út úr félag­inu frá árinu 2007. Tæp­­lega 250 millj­­ón­ir króna féllu í hlut nýrra hlut­hafa, sem hefðu runnið til Lands­­bank­ans ef hann hefði ekki selt hlut­inn.

Hvort eigum við að trúa því að stjórn­endur Lands­bank­ans séu svo van­hæfir að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru með í hönd­unum þegar þeir seldu fyr­ir­tæk­ið, eða að þeir hafi viljað koma þessum arð­greiðslum í djúpa vasa „vina og vanda­manna“?

Salan á Mílu:

Mílu, fjár­skipta­fyr­ir­tæk­inu „okk­ar“ var komið í hendur fjár­festa fyrir margt löngu þegar Land­sím­inn var illu heilli seld­ur. Fyrir skömmu sáu þeir sér leik á borði og seldu grunn­netið sem þjóðin hafði byggt upp, í hendur erlendra sjóða. Sá gjörn­ingur var fram­inn í skjóli nætur án þess að kjörnir full­trúar gætu rönd við reist, því á meðan kannski hefði verið hægt að bregð­ast við, var Alþing­is­mönnum haldið frá þing­inu á meðan for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna sátu að tedrykkju.

Í þess­ari sölu koma gamlir hrun­verjar við sögu eins og svo oft áður. Við höfðum bæði miklar efa­semdir um þessa sölu. Þannig fór annað okkar fram á sér­staka umræðu á Alþingi þar sem spurt var áleit­inna spurn­inga um söl­una auk þess sem Ragnar Þór fjall­aði nokkrum sinnum um hana á Face­book, þar sem hann benti m.a. á tengsl hrun­verja við þessa sölu:

Eins og flestir vita eiga Stoðir (gamla FL group) um 16% hlut í Sím­anum og eru stærsti ein­staki hlut­hafi á eftir líf­eyr­is­sjóð­unum sem eiga sam­an­lagt um 62% hlut með beinum og óbeinum hætti.

Það er almennt vitað að Stoðir hafa stjórnað þeirri veg­ferð, að selja inn­viði Sím­ans, sem vekur upp spurn­ingar hvernig gam­al­kunnar við­skipta­blokkir eru að gera sig gild­andi í íslensku við­skipta­lífi og nota til þess kunn­ug­legar aðferð­ir. Selja inn­viði og græða sem mest á meðan aðr­ir, líf­eyr­is­sjóðir og almenn­ing­ur, sitja uppi með áhætt­una.

Lind­ar­vatn:

Svo má ekki gleyma Lind­ar­vatni en um það fyr­ir­bæri hefur Ragnar Þór skrifað nokkrar grein­ar. Sem dæmi um við­skipti þess var að eitt af skúffu­fyr­ir­tækjum þeirra keypti fyrir nokkrum árum hluta­bréf fyrir 20.000 íslenskar krónur sem urðu að 456 millj­ónum EINU ÁRI SÍЭAR, án þess að nokkur eft­ir­lits­stofnun svo mikið sem „depl­aði auga“.

Áhuga­samir geta lesið umfjall­anir um Lind­ar­vatn hér og hér.

Allir stjórn­mála­flokkar þurfa að líta í eigin barm

Þetta eru bara nokkur dæmi af fjöl­mörgum við­skiptum sem telj­ast mega vafasöm á und­an­förnum árum. Þau hafa öll átt sér stað í skjóli rík­is­stjórna und­an­far­inna ára og þar hlýtur fjár­mála­ráð­herra, sem hefur verið sá sami lung­ann af þessum tíma, að bera mesta ábyrgð.

Það er athygl­is­vert í ljósi þess­arar sögu að ein­ungis einn stjórn­mála­flokk­ur, Flokkur fólks­ins, var alfarið á móti söl­unni á Íslands­banka. Aðrir flokkar í stjórn­ar­and­stöðu voru annað hvort fylgj­andi söl­unni eða gerðu athuga­semdir við sölu­ferlið og/eða það að salan væri í hönd­unum á fjár­mála­ráð­herra.

Það er umhugs­un­ar­efni út af fyrir sig.

80% þjóð­ar­innar eru á móti því að ríkið selji hlut sinn í bönk­un­um. Í hvaða stöðu eru kjörnir full­trúar gagn­vart almenn­ingi í land­inu, þegar þeir eru til­búnir að fara svona gegn vilja þjóð­ar­innar bara ef „að­ferð­ar­fræðin er rétt“?

Vilji þjóð­ar­innar snýst ekki um í hvaða umbúðir spill­ing­unni er pakk­að.

Málið er líka að slík afstaða er opnun á spill­ing­una því, þrátt fyrir alla þá ábyrgð sem hann ber, er vand­inn ekki ein­skorð­aður við fjár­mála­ráð­herr­ann Bjarna Bene­dikts­son.

Vand­inn er mun viða­meiri og mikið djúp­stæð­ari en svo að hann snú­ist um einn mann, jafn­vel þó hann sé fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Ef upp­ræta á spill­ing­una í land­inu þurfa allir stjórn­mála­flokkar að byrja á að líta í eigin barm og kann­ast við sína sögu í þeim efn­um, því á meðan allir vilja verja sinn þátt og benda bara á aðra, verður ómögu­legt fyrir okkur að standa sam­einuð gegn þessum ólígörkum sem eru að yfir­taka Ísland.

„Gamlir kunn­ingjar“ alls staðar á kreiki

Spill­ingin sem opin­berar sig með þessum hætti núna, er nefni­lega ekki ný af nál­inni. Hún hefur verið til staðar svo árum skipt­ir.

Mis­skipt­ingin var fyrst búin til með kvóta­kerf­inu sem gerði suma Íslend­inga svo stjarn­fræði­lega ríka að þeir vissu vart aura sinna tal og urðu að fá að leika sér aðeins með þá.

Síðan voru bank­arnir seldir og allt í einu varð til lok­aður hópur vina sem espaði hvorn annan upp í vit­leys­unni og kunnu sér ekk­ert hóf, borð­uðu gull og fengu Elton John og 50 Cent til að syngja afmæl­is­söngvana sína.

Fleira kom að sjálf­sögðu til, en það er slá­andi að þeir sem standa svona gríð­ar­lega vel í dag, sem skipa hina nýju for­rétt­inda­stétt, eru þar ekki vegna þess að þeir séu svo klár­ir. Þeir eru þar af því þeir komust að pen­inga­jöt­unni, oftar fyrir kunn­ings­skap en fyrir eigin gáfur eða við­skipta­vit.

Þeir fengu for­skot á okkur hin með tæki­færum sem fáum bjóð­ast.

Það eina sem þá skortir sem flestir aðrir hafa, er það sem á ensku er kallað „common decency“ og kannski mæti þýða sem „al­menna sóma­til­finn­ing­u“.

Og alveg sama hvert er litið í þjóð­fé­lag­inu, þar sem er spill­ing, þar sem eru óeðli­legir við­skipta­hætt­ir,

eins og t.d. í kringum kaupin á Borg­un, söl­una á Mílu, Lind­ar­vatn, Namib­íu­mál­ið, vafn­ings­mál­ið, svo eitt­hvað sé nefnt, og nú söl­una á Íslands­banka, þar er ein­hver þeirra.

Þeir eru alls staðar þar sem pen­ingar og spill­ing eru, í einni eða annarri mynd og það er alveg ljóst að við losnum ekki við þá nema með breyttu hug­ar­fari.

Við verðum að hætta að lúta í gras fyrir pen­ingum og fara að skoða við­skipta­sögu þess­ara manna með opnum aug­um.

Síð­ast en ekki síst, þurfum við að hætta að afhenda þeim eigur þjóð­ar­innar á silf­ur­fati.AUGLÝSING

Ástæður þess að við erum alfarið á móti sölu bank­anna

Eins og á undan er rakið eru for­dæmin fyrir því hvernig fór með Íslands­banka, út um allt. Þau blasa við hverjum sem vilja sjá. Þess vegna höfum við verið á móti og barist gegn sölu bank­anna en það kemur þó fleira til, eins og t.d:

#1 Hrunið hefur ekki verið gert upp

Bank­arnir fóru illa með marga eftir hrunið og í allt of mörgum stað­festum til­vik­um, gengu þeir fram með ólög­legum hætti, í krafti yfir­burð­ar­stöðu.

Þau mál þarf að rann­saka og hafi bank­arnir oftekið fé, ber þeim að skila því til baka.

Áður en þau mál hafa verið skoðuð er hætta á að fjár­festar séu að kaupa kött­inn í sekknum og íslenska ríkið gæti verið ábyrgt fyrir því.

#2 Áhrif bank­ana á efna­hag þjóð­ar­innar eru gríð­ar­leg

Bank­arnir hafa mikil áhrif á efna­hag þjóð­ar­innar og afkomu heim­il­anna. Þau áhrif eiga ekki að vera í höndum áhættu­fjár­festa.

#3 Fé heim­il­anna er beint til bank­anna

Stærsti hluti fast­eigna­lána lands­manna eru hjá bönk­unum og þegar þannig stendur á í efna­hags­líf­inu grípur Seðla­bank­inn til þess ráðs að hækka vexti. Jafn­vel núna þegar ljóst er að nær öll verð­bólgan, nema kannski vegna hús­næð­islið­ar­ins, er inn­flutt og stafar af heims­far­aldri og/eða stríði úti í heimi, hækkar Seðla­bank­inn vexti. Þegar þannig stendur á mun hækkun vaxta ekki hafa nein áhrif til að slá á verð­bólg­una. Það sem hækkun vaxta mun hins vegar gera er að beina fé heim­il­anna beint í yfir­fullar fjár­hirslur bank­anna. Fyrst verið er að fara þessa leið, sem er svo röng og gerir ekk­ert annað en auka á erf­ið­leika heim­il­anna, er ekki ásætt­an­legt að fjár­festar fái þetta fé á silf­ur­bakka frá heim­ilum lands­ins. Það ætti a.m.k. að renna í sam­eig­in­lega sjóði og vera nýtt sam­fé­lag­inu til góðs.

#4 Frekar en að selja ætti að skoða nýtt rekstr­ar­form

Ef hrunið hefði kennt okkur eitt­hvað væri búið að aðskilja fjár­fest­inga­banka og við­skipta­banka. Þannig gætu fjár­festar leikið sér og „gam­blað“ með eigið fé, án þess að leggja okkur hin í hættu.

En þó það hafi ekki verið gert, þá ætti ríkið a.m.k. að nota tæki­færið og stofna hérna sterkan sam­fé­lags­banka að fyr­ir­mynd „Sparekassen“ í Þýska­landi.

Til að fyr­ir­byggja mis­skiln­ing, þá er gerir eign­ar­hald rík­is­ins banka ekki að sam­fé­lags­banka. Í raun hefur ríkið hagað sér eins og versti fjár­festir sem eig­andi banka. Í stað þess að huga að hags­munum neyt­enda hefur það beygt sig undir og jafn­vel fagn­að, arð­sem­is­kröfu bank­anna, alveg sama hvað það hefur kostað neyt­end­ur.

Án þess að fara nánar út í það hér, setur sam­fé­lags­banki hags­muni neyt­enda í for­gang og skilar umfram hagn­aði til baka til sam­fé­lags­ins í stað þess að beina því í vasa vík­inga og „ólig­ar­ka“ að leika sér með.AUGLÝSING

Við verðum að ná Íslandi til baka

Við búum í einu rík­asta landi í heimi. Hér eiga allir að gera haft það gott. Sá kap­ít­al­ismi sem hér er rek­inn hefur fyrir löngu gengið sér til húð­ar.

Stærsti hluti þjóð­ar­innar hefur það fínt, hvort sem það er á efri eða neðri hluta „fínt“ skal­ans; nóg að bíta og brenna ásamt nokkuð öruggu húsa­skjóli.

Um 15% þjóð­ar­inn­ar, 55.000 manns, eru samt á leigu­mark­aði. Það er stað­reynd að nær engin er á leigu­mark­aði af því hann vilji það, heldur af því hann neyð­ist til og það er í þessum hópi sem skort­ur­inn er hvað mest­ur. Sumir á leigu­mark­aði hafa „í sig og á“ en aðrir ekki og það er því miður ört vax­andi hópur sem býr við skort.

Á sama tíma eru örfáir menn og en færri kon­ur, sem leika sér að millj­örð­um. Millj­örðum sem hafa í raun komið frá þjóð­inni með einum eða öðrum hætti. Þetta eru ekk­ert meiri snill­ingar en „ég og þú“, þeir ein­fald­lega fengu tæki­færi sem „mér og þér“ hafa aldrei boð­ist.

Ef þetta eru 2000 menn, og það er væg­ast sagt vafa­samt að þeir séu svo margir, eru þeir hálft pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Það er hins vegar lík­legra að þeir séu innan við 100 eða 200, jafn­vel ekki nema nokkrir tug­ir.

Hversu miklu eigum við öll að fórna fyrir þá?

Fólk er ekki fóður fyrir fjár­festa og Ísland má ekki vera leik­völlur þeirra.

Við verðum að ná land­inu okkar til baka!

Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir er þing­maður Flokks fólks­ins og for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son er for­maður VR.

Deila