“Sorglega lélegt svar”

„Ég brast næst­um því í grát af því að þetta var svo sorg­lega lé­legt svar,“ sagði Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, er hún brást við svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, við fyr­ir­spurn henn­ar um bæt­ur al­manna­trygg­inga. Inga talaði á Alþingi und­ir liðnum óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tími um 69. grein laga um al­manna­trygg­ing­ar þar sem fram kem­ur að bæt­ur al­manna­trygg­inga skuli breyt­ast ár­lega í sam­ræmi við fjár­lög hverju sinni. Hún spurði hvort rík­is­stjórn­in hafi verið að fylgja þess­ari grein, þar sem kem­ur fram að bæt­urn­ar hækki aldrei minna en verðlag sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs.
Bjarni sagði að aðstæður geti komið upp í land­inu þar sem verðlag hækk­ar um­fram laun og nefndi að þeir sem eru á bót­um al­manna­trygg­inga hafi ákveðna fall­hlíf við slík­ar aðstæður. Þeir hafi á sín­um tíma fengið verðbólgu­hækk­un á bæt­urn­ar á meðan laun í land­inu voru að lækka. Hann nefndi einnig þá 2,9 millj­arða aukn­ingu fram­laga til ör­yrkja sem er fyr­ir­huguð sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu eins og staðan er núna og sagði að sam­an­lagt muni bæt­urn­ar til ör­yrkja hækka um 5,8%, langt um­fram verðlag.

Inga Sæ­land sagði þetta svar „sorg­lega lé­legt“ og að ekki sé hægt að blanda þessu tvennu sam­an. 2,9 millj­arðarn­ir fari ekki í beina hækk­un á kjör­um ör­yrkja. „Staðreynd­in er þessi að það er verið að leiðrétta kjör ör­yrkja rang­lega.“ Í fram­hald­inu spurði hún ráðherra um hversu marg­ir tug­ir þúsunda Íslend­inga fái út­borguð laun und­ir 250 þúsund krón­um á mánuði.

Bjarni benti á ný­leg­ar töl­ur Hag­stofu Íslands þar sem fram kom að um 1% launþega séu í fullu starfi með 300 þúsund krón­ur á mánuði eða minna. Þar er hann þó augljóslega ekki að svara spurningunni og kaus heldur að svara um laun fyrir skatta.

Þessi frétt var tekin af mbl.is

Deila