Styttum biðlistana eftir félagslegri þjónustu

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, spurði Dag B. Eggerts­son borg­ar­stjóra í fyr­ir­spurna­tíma í Ráðhús­inu í dag hvort hann hefði áhuga á að ráða bót á biðlist­um eft­ir fé­lags­legri þjón­ustu á veg­um borg­ar­inn­ar og hvernig hann hygðist taka á vand­an­um.  

„Biðlist­ar eft­ir þjón­ustu hafa í ár­araðir verið allt of lang­ir og nú horf­ir fram á skert­ar tekj­ur borg­ar­inn­ar ásamt auk­inni þörf fyr­ir aðstoð. Það er öll­um aug­ljóst að átaks er þörf til að koma í veg fyr­ir að biðlist­ar eft­ir þjón­ustu leng­ist til muna og stytta þá í eðli­legt horf,“ sagði hún. 

Standa þurfi með sveit­ar­fé­lög­un­um

Svaraði borg­ar­stjóri því að mik­il­vægt væri að sveit­ar­fé­lög­um yrðu sköpuð skil­yrði til að fylgja sömu stefnu. Grund­vall­ar­spurn­ing­in væri hvernig sveit­ar­fé­lög gætu hagað sín­um rekstri í kjöl­far efna­hagsþreng­inga vegna far­ald­urs­ins.

„Það er al­veg ljóst að það þarf að standa með þeim, ann­ars er hætt við því að sveit­ar­fé­lög sem standa sterk­ast geti gert meira, til dæm­is Reykja­vík­ur­borg,“ sagði hann. 

Fór þá Kol­brún aft­ur upp í pontu og lagði áherslu á að vand­inn væri ekki til kom­inn vegna far­ald­urs held­ur upp­safnaðs vanda. 

„Staðan væri ekki al­veg svona slæm í kjöl­far þessa áfalls, ef þetta væri ekki upp­safnaður vandi. Þegar við horf­um á töl­urn­ar sjá­um við að eft­ir hús­næði fyr­ir fatlaða bíða 150 manns, eft­ir fé­lags­legri heimaþjón­ustu 80 manns, eft­ir liðveislu bíða 200 manns, eft­ir fag­fólki í skóla, 200 börn eft­ir fullnaðarþjón­ustu. Þetta skeði ekki á einni nóttu, hér er upp­safnaður vandi til margra ára og það hefði auðvitað verið dá­lítið annað að taka á móti þessu óvænta áfalli hefðum við ekki verið að safna upp slík­um vanda,“ sagði hún. 

Niður­skurður hafi verið minnkaður vegna far­ald­urs­ins

Svaraði borg­ar­stjóri því að niður­skurður á vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar hafi und­an­far­in ár verið 1% en sé núna 0,5%.

„Í til­efni ástands­ins juk­um við það ekki held­ur lækkuðum það í 1%, svo það sé allt á hreinu. Þegar kem­ur að fé­lags­legu hús­næði og hús­næði fyr­ir fatlað fólk þá er Reykja­vík­ur­borg í miklu upp­bygg­ingar­átaki. Ég vil að við vinn­um eins og nokk­ur kost­ur er á þess­um biðlist­um.“

Minnti hann þó á að bet­ur myndi ganga ef aðrir tækju jafn kröft­ug­lega á mál­un­um og Reykja­vík­ur­borg: „Ég held ég muni það rétt að þrjár af hverj­um fjór­um fé­lags­leg­um íbúðum eru í Reykja­vík og þeim hef­ur fjölgað gríðarlega á und­an­förn­um árum,“ sagði hann að lok­um.

Fréttin birtist á mbl.is

Deila