Sunnudagskaffið snýr aftur

Jæja, þá er komið að því!

Sunnudagskaffið hefur göngu sína á ný eftir gott jólafrí. Þeir sem náðu ekki að fitna nóg um jólin geta aldeilis gramsað í sig góðgæti með kaffinu á sunnudaginn. Hinir geta sleppt sykrinum í kaffið.

Að venju verður kaffið haldið á skrifstofu flokksins að Hamraborg 10, 200 Kópavogi, 4. hæð. Gamanið hefst klukkan 14:00 og endar um 16:00. Hlökkum til að sjá ykkur!

Deila