„Það er frostavetur framundan“

Það er ljóst að það stefnir í frostavetur í efnahagslegu tilliti og fólk óttast auðvitað um framtíðina miðað við þá stöðu sem við sjáum núna nú er því mikilvægt að meiri byrgðar verði ekki lagðar á þá sem lítið hafa.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandií Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Inga segir að sú staða sem nú er uppi varðandi lífskjarasamninginn sé afar slæm

” hér blása forsvarsmenn Samtaka atvinnulífisins í herlúðrana og tala niður forsvarsmenn verkalýðshreyfinga, í stað þess að reyna að gera þetta af einhverri skynsemi og ræða við fólkið“,segir Inga.

Þá segir Inga uppsagnarstyrki til fyrirtækja heldur ekki bæta ástandið í samfélaginu

” það að veita fyrirtækjum styrki til þess hreinlega að reka fólk er alls ekki það sem þarf núna, það þarf einmitt að vernda störfin með öllum ráðum sem fyrirfinnast“,segir Inga.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila