Þjóðin kýs réttlæti

Kæru stuðnings­menn, þið sem hafið byggt flokk­inn okk­ar upp eins fal­lega og raun ber vitni, þúsund þakk­ir fyr­ir allt. Ég er auðmjúk og óend­an­lega þakk­lát fyr­ir all­ar kveðjurn­ar, fyr­ir allt traustið, alla hvatn­ing­una og hlýj­una sem þið hafið veitt okk­ur fam­bjóðend­um Flokks fólks­ins á þess­ari ótrú­legu veg­ferð. Með ykk­ur var kosn­inga­bar­átt­an hlaðin bjart­sýni og brosi. Þið hafið eign­ast sex frá­bæra full­trúa á Alþingi Íslend­inga sem all­ir munu berj­ast af hug­sjón og öll­um kröft­um fyr­ir betra og sann­gjarn­ara sam­fé­lagi fyr­ir alla lands­menn. Flokk­ur fólks­ins hef­ur ávallt bar­ist fyr­ir rétt­læti og gegn fá­tækt. Við mun­um aldrei missa sjón­ar á því sem skipt­ir mestu máli því að lífs­gæði eru ekki einka­rétt­ur út­val­inna.

Mörg­um kom á óvart þegar Flokk­ur fólks­ins náði þeim frá­bæra ár­angri í kosn­ing­un­um sem raun­in varð, mun betri ár­angri en kann­an­ir höfðu gefið til kynna. Flest­ir spáspek­ing­ar töldu fram­an af að litl­ar lík­ur væru á að flokk­ur­inn næði aft­ur á þing. Ítrekað látið í veðri vaka að óheppi­legt væri að hafa of marga flokka á þingi. Mynd­in sem dreg­in var upp fyr­ir kjós­end­ur var sú að at­kvæði greitt Flokki fólks­ins gæti hugs­an­lega stuðlað að stjórn­ar­kreppu í land­inu. Einnig var ít­rekað rætt um að at­kvæði kjós­enda Flokks fólks­ins gætu dottið niður dauð ef flokk­ur­inn næði ekki yfir 5% múr­inn. Allt annað kom á dag­inn.

Flokk­ur fólks­ins og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eru óum­deild­ir sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna. Þess­ir flokk­ar eiga það sam­eig­in­legt að hafa lagt mikla áherslu á mál­efni ör­yrkja, eldra fólks, barna og fá­tækra. Niður­stöður kosn­ing­anna eru skýrt ákall frá kjós­end­um til lög­gjaf­ans um að styrkja verði stöðu þess­ara hópa. Það er ekki hægt að bíða leng­ur eft­ir rétt­læt­inu.

Flest bend­ir til þess að frá­far­andi rík­is­stjórn haldi áfram sam­starfi sínu næstu fjög­ur árin. Verði svo, vona ég af öllu hjarta að hún hlýði kalli kjós­enda og fylgi eft­ir eig­in lof­orðum um að bæta kjör þeirra sem biðja um hjálp. Við í Flokki fólks­ins mun­um styðja öll mál sem ganga út á að út­rýma fá­tækt. Það er í valdi Alþing­is að brjóta múr­ana og bæta kjör­in.

Kæru alþing­is­menn og verðandi rík­is­stjórn!

Tök­um sam­an hönd­um hvar í flokki sem við stönd­um og sýn­um í verki að við erum trausts­ins verð. Tryggj­um rétt­læti fyr­ir alla í okk­ar ríka landi.

Fólkið fyrst – svo allt hitt!

Deila