Þorbjörn Guðmundsson gestur í sunnudagskaffinu

Þorbjörn Guðmundsson fulltrúi gráa hersins verður gestur okkar í sunnudagskaffinu á sunnudaginn kemur. Hann mun fjalla um komandi málsókn gráa hersins gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar skerðingar almannatrygginga vegna áunnina eignaréttinda í lífeyrissjóðum.

Kíkið endilega við í kaffi og vöfflur og takið þátt í umræðunum. Kaffið verður að venju haldið á skrifstofu flokksins að Hamraborg 10, 200 Kópavogi, 4. hæð. Mæting er klukkan 14:00 og skrifstofan lokar aftur um 16:00.

Sjáumst heil á sunnudaginn kemur.

Deila