Tillaga að ályktun lögð fram á landsfundi Flokks fólksins 8. - 9. sept. 2018

Flokkur fólksins legst gegn fyrirhuguðum breytingum um að undanþágur skattlagningar vegna bifreiða í eigu þeirra sem fá greiðslur frá tryggingastofnun, öryrkja, foreldra langveikra og fjölfatlaðra barna og bifreiða í eigu björgunarsveita verði felldar úr gildi, eins og lagt er til í skýrslu um endurskoðun skattlagninga ökutækja og eldsneytis frá Fjármála og efnahagsráðuneyti, þó svo að í sömu tillögum segi að sá styrkur sem í þeim felst verði að fullu bætur upp í formi beinna styrkja í gegnum almannatryggingakerfið og fjárveitingar.
Jafnframt leggst flokkurinn gegn hugmyndum um að undanþága skattlagningar vegna fornbifreiða verði felld brott, enda um að ræða ökutæki sem hafa varðveislu- og menningarlegt gildi.

Tillaga lögð fram af Rúnari Sigurjónssyni.