Úlfar í sauðagærum

Íkjöl­far fjár­mála­kreppunnar 2008 tók við svo kölluð „vel­ferðar­stjórn“ Sam­fylkingar­flokksins og Vinstri­hreyfingar – græns fram­boðs, á árunum 2009 til 2013. Það var þá sem skerðingin „króna á móti krónu“ var lög­fest. Króna á móti krónu skerðing felur í sér að líf­eyrir al­manna­trygginga skerðist um krónu fyrir hverja krónu sem líf­eyris­þegi aflar sér, sem dregur veru­lega úr hvata líf­eyris­þega til að afla eigin tekna. Með einu penna­striki tókst „vel­ferðar­stjórninni“ að festa verst settu þjóð­fé­lags­þegnana, ör­yrkja og eldri borgara í fá­tæktar­gildru.

Kórónu­veiran og efna­hags­legar af leiðingar hennar stefna Ís­landi í aðra kreppu. Kosið verður til Al­þingis á næsta ári og sam­kvæmt því sem kemur fram í fjöl­miðlum og sam­tölum við á­hrifa­ríkt fólk í stjórn­málum munu Sam­fylkingin og Vinstri­hreyfingin – „grænt fram­boð“ reyna að mynda „Reykja­víkur­stjórn“ með Pírötum og Við­reisn. Í því sam­hengi er mikil­vægt fyrir aldraða og ör­yrkja að velta því fyrir sér hvað það mun þýða fyrir rétt­lætis­bar­áttu þeirra um betri kjör. Munu þau þurfa að líða frekari skerðingar undir slíkri ríkis­stjórn?

Á­rásir „vel­ferðar­stjórnarinnar“ gegn fá­tæku fólki hafa lítið verið til um­ræðu á Al­þingi. Í júní 2019, gagn­rýndi for­maður Flokks fólksins ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðar­dóttur fyrir krónu á móti krónu skerðinguna. Við­brögð þing­manns VG var að hund­skamma sam­tök ör­yrkja og aldraðra, á­samt þing­manni Flokk fólksins, sem þó fór með rétt mál. Þing­maður Flokks fólksins var sakaður um að virða ekki kyn­systur sína, Jóhönnu Sigurðar­dóttur, en erfitt er að sjá hvernig það skipti máli hvort verið sé að gagn­rýna aðila af sama kyni eða hinu gagn­stæða þegar um­ræðan snýst um skerðingar al­manna­trygginga. Í lok ræðu þing­manns VG mátti heyra nokkra þing­menn Sam­fylkingar segja „heyr, heyr“. Þessir flokkar sjá því greini­lega ekki eftir sínum hlut í því að lög­festa þessar skerðingar á þá sem standa höllustum fæti í sam­fé­laginu.

Spyrja má hvort af kom­endur „vel­ferðar­stjórnarinnar“ séu úlfar í sauðar­gæru.

Deila