Umskiptingar halda landsfund

Inga Sæland

Nú um helg­ina held­ur VG lands­fund sinn. Tæp­lega eyða þau löng­um tíma í mál­efna­vinnu því sag­an kenn­ir okk­ur að þessi flokk­ur á Íslands­met í að segja eitt í sín­um stefnu­mál­um en gera svo allt annað þegar á reyn­ir og flokk­ur­inn er kom­inn í rík­is­stjórn. Þetta eru um­skipt­ing­ar ís­lenskra stjórn­mála.

Listi um­skipt­anna er lang­ur. Þau ætluðu aldrei í stjórn með íhald­inu en hafa nú verið í slíkri í nær heilt kjö­tíma­bil. Þau segj­ast vera á móti veru okk­ar í NATO en styðja samt þjóðarör­ygg­is­stefnu sem hnykk­ir ein­mitt á Íslandi í NATO með af­ger­andi hætti. Síðan má nefna ESB-um­sókn­ina og ICES­A­VE þar sem þessi meinti vinstri­flokk­ur vildi hik­laust leggja drápsk­lyfjar á alþýðu þessa lands. Svo má rifja upp varðstöðu VG um fjár­mála­öfl­in og verk þeirra við að senda þúsund­ir heim­ila út á gadd­inn í kjöl­far hruns­ins 2008. Já, VG hafa oft valdið von­brigðum og þau eru löngu búin að rústa sín­um trú­verðug­leika. Mestu von­brigðin eru þó vegna orða Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur 13. sept­em­ber 2017 í umræðum um stefnuræðu þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Bjarna Bene­dikts­son­ar. Orð sem féllu skömmu áður en hún sett­ist sjálf í stól for­sæt­is­ráðherr­ans. Hér er til­vitn­un úr ræðunni sem finna má á vef Alþing­is:

„Stjórn­völd eiga ekki að biðja fá­tækt fólk á Íslandi að bíða eft­ir rétt­læti. Nú­ver­andi áætlan­ir þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem nú sit­ur gera ráð fyr­ir því að ör­yrkj­ar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skamm­ar­leg kjör.“

Ég man vel þegar ég hlýddi á ræðuna og fyllt­ist von sem síðar breytt­ist í djúp von­brigði. Und­ir rík­is­stjórn Katrín­ar hef­ur ójöfnuður­inn og rang­lætið vaxið stöðugt hjá þeim tekju­lægstu. Raðirn­ar lengj­ast sí­fellt við hjálp­ar­stofn­an­ir sem gefa fá­tæku fólki mat.

Enn bíður fá­tækt fólk eft­ir rétt­læt­inu og nú und­ir stjórn­ar­for­ystu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Öryrkj­ar hafa dreg­ist gíf­ur­lega aft­ur úr og eru nú með um 50.000 kr. lægri fram­færslu á mánuði en lægstu at­vinnu­leys­is­bæt­ur sem eru þó á hung­ur­mörk­um. Lægstu laun eru tæp­lega 100.000 kr. hærri á mánuði en full­ar mánaðargreiðslur al­manna­trygg­inga. Fólk á lág­marks­laun­um get­ur ekki tekið eðli­leg­an þátt í sam­fé­lag­inu held­ur ein­ung­is hokrað í fá­tækt sem er langt und­ir raun­veru­legri fram­færsluþörf. Tvær þjóðir búa í land­inu: Þeir sem allt eiga og hinir sem eiga ekk­ert.

Flokk­ur fólks­ins berst af öllu afli gegn allri þess­ari mis­mun­un, órétt­læti og fá­tækt. Flokk­ur fólks­ins mun mylja niður múra fá­tækt­ar í ykk­ar umboði. Í Flokki fólks­ins er von og vilji og ykk­ar að ákveða hvort þið kjósið raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar til batnaðar eða ekki.

Inga Sæland

Deila