Við látum verkin tala

Inga Sæland

Fyrsta kjör­tíma­bili Flokks fólks­ins á Alþingi lýk­ur senn. Þetta hef­ur verið lær­dóms­rík­ur og gef­andi tími.

Árin hafa liðið hratt og eft­ir stönd­um við bæði, þing­menn flokks­ins, stolt af þeim verk­um sem við höf­um unnið.

Síðastliðinn þing­vet­ur (151. lög­gjaf­arþing) höf­um við Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son lagt fram 36 þing­manna­mál. Flest þeirra snúa að því að bæta hag þeirra lægst launuðu, þeirra sem hafa verið skild­ir út und­an. Flokk­ur fólks­ins er mál­svari gleymda fólks­ins og allra þeirra sem þögg­un­in rík­ir um.

Við mælt­um og fyr­ir mál­um varðandi sjáv­ar­út­veg, dýra­vel­ferð, land­búnað og fleira mætti telja.

Þrjú þess­ara mála feng­um við samþykkt af Alþingi. Slíkt er ekki sjálf­gefið þegar stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur á í hlut. Fyrsta málið sem við feng­um samþykkt var af­nám skatt­lagn­ing­ar og skerðinga á bens­ínstyrk og styrki til hjálp­ar­tækja og lyfja­kaupa. Nú fyr­ir þinglok fegn­um við svo samþykkt í lög að ríkið mun hér eft­ir kosta leiðsögu­hunda fyr­ir blinda og sjónskerta sem þess óska. Þannig mun biðlist­um eft­ir þessu ómet­an­lega hjálp­ar­tæki sem leiðusögu­hund­ur er verða út­rýmt. Annað mál sem við höf­um bar­ist fyr­ir allt kjör­tíma­bilið og feng­um loks samþykkt er hags­muna­full­trúi fyr­ir eldra fólk sem á að tryggja og vernda vel­ferð þeirra og hags­muni.

Við lögðum fram 259 fyr­ir­spurn­ir á kjör­tíma­bil­inu fyr­ir ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, bæði til munn­legra og skrif­legra svara. Fyr­ir­spurn­ir eru mjög mik­il­vægt tæki þing­manna til að veita fram­kvæmda­vald­inu aðhald og kalla eft­ir upp­lýs­ing­um sem skipta miklu máli í þjóðfé­lag­inu. Fyr­ir­spurn­ir Flokks fólks­ins hafa snúið að ótal atriðum varðandi vel­ferðar­kerfið, sam­göng­ur, sjáv­ar­út­vegs­mál og fleira. Einnig stóðum við fyr­ir því að gerð var ít­ar­leg skýrsla til Alþing­is um nýt­ingu loðnu­stofn­ins. Öll okk­ar vinna við þing­mál og fyr­ir­spurn­ir nýt­ist við frek­ari stefnu­mót­un og mála­til­búnað.

Um okk­ur verður ekki sagt að við höf­um ekki nýtt æðsta ræðustól lands­ins til að hrópa á aukið rétt­læti, til að berj­ast af öllu afli gegn fá­tækt og spill­ingu.

Þrátt fyr­ir óbilandi dugnað okk­ar og ástríðu sem við höf­um lagt í bar­átt­una, reyna póli­tísk­ir and­stæðing­ar Flokks fólks­ins að halda því fram að ekk­ert liggi eft­ir okk­ur á þingi. Slík­ur mál­flutn­ing­ur dæm­ir sig sjálf­ur og seg­ir meira um þann sem held­ur slíku fram en nokkr­um er hollt að vita. Við þolum sam­an­b­urð við hvaða þing­flokk sem er. Stolt leggj­um við verk okk­ar í dóm kjós­enda og trú­um því að við upp­sker­um eins og við höf­um sáð. Við trú­um því að rétt­lætið muni sigra.

Inga Sæland

Deila