Virðum fólk að verðleikum

Flokk­ur fólks­ins hef­ur á þessu kjör­tíma­bili bar­ist fyr­ir því að Reykja­vík­ur­borg setji hags­muni aldraðra í for­gang og hafi frum­kvæði að gagn­ger­um um­bót­um á lífs­skil­yrðum þeirra og aðstæðum í Reykja­vík. Eitt af kosn­ingalof­orðum Flokks fólks­ins fyr­ir síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar var að stofnað yrði embætti hags­muna­full­trúa aldraðra í Reykja­vík. Meg­in­hlut­verk hans yrði að skoða mál­efni eldri borg­ara og halda utan um hags­muni þeirra, fylgj­ast með aðhlynn­ingu og aðbúnaði. Hann myndi kort­leggja stöðuna í hús­næðismál­um aldraðra, heima­hjúkr­un og dægra­dvöl og fylgj­ast með fram­kvæmd heimaþjón­ustu. Til­lag­an var lögð fram í tvígang en hafnað.

Flokk­ur fólks­ins elur enn þá von í brjósti að í Reykja­vík verði komið á embætti hags­muna­full­trúa aldraðra sem geti lagt sjálf­stætt mat á það hvort borg­ar­yf­ir­völd upp­fylli skyld­ur sín­ar gagn­vart öldruðum og fylg­ist með því hvort einkaaðilar upp­fylli kröf­ur laga um aðgengi og bann við mis­mun­un varðandi rétt­indi eldri borg­ara. Auk þess myndi hags­muna­full­trúi geta haft frum­kvæðis­eft­ir­lit með hög­um eldri borg­ara, t.d. til að koma í veg fyr­ir fé­lags­lega ein­angr­un þeirra, nær­ing­ar­skort og al­mennt bág­an aðbúnað.

Eld­umst heima

Flest­ir vilja búa sem lengst heima hjá sér og ganga hug­mynd­ir nú­tím­ans út á að veita þeim sem vilja það og geta þann mögu­leika. Ýmist vill fólk halda áfram að búa á sínu gamla heim­ili eða flytj­ast í sjálf­stæða bú­setu sem er hannað með þjón­ustuþarf­ir þessa ald­urs­hóps að leiðarljósi sem geta verið ólík­ar.

Nauðsyn­legt er að fjölga þjón­ustuþátt­um til þeirra sem búa á sínu eig­in heim­ili og dýpka aðra þjón­ustuþætti sem fyr­ir eru til að hægt sé að auka lík­ur á heima­veru sem lengst. Einnig er mik­il­vægt að bjóða þeim sem búa heima á sín­um efri árum upp á sál­fé­lags­leg­an stuðning til að draga úr lík­um á ein­mana­leika og sam­hliða virkja fjölþætt­ar heilsu­efl­andi aðgerðir. Aðstæður fólks eru mis­mun­andi eins og geng­ur. Sum­ir hafa misst maka sinn og ekki eru all­ir sem eiga fjöl­skyldu sem get­ur hlaupið und­ir bagga eða stytt stund­ir.

Flokk­ur fólks­ins legg­ur til að svæði í borg­inni verði skipu­lögð þar sem sér­stök áhersla er lögð á þarf­ir eldra fólks, svipað og í byggðinni við Borg­ar­spít­al­ann sem er afar vin­sæl og vel heppnuð. Svæðin verði skil­greind sem „plús 60 ára“ og jafn­vel „plús 75 ára“ og ein­göngu hugsuð út frá þeirra þörf­um og með miðlæg­um þjón­ustukjarna. Ein­blínt verði á t.d. úti­svæði með fjöl­breyttri afþrey­ingu. Göngu­leiðir og stræt­is­vagna­leiðir yrðu þaul­hugsaðar með upp­hituðum skýl­um og gæta þyrfti ör­ygg­is í hví­vetna.

Um­fram allt má ekki setja öll egg­in í eina körfu í bú­setu­mál­um. Fleiri teg­und­ir úrræða þurfa að vera fyr­ir hendi í sam­ræmi við ald­ursþróun þjóðar­inn­ar.

Fjölg­un hjúkr­un­ar­rýma fyr­ir aldraða for­gangs­mál

Mik­ill skort­ur er á pláss­um á hjúkr­un­ar­heim­il­um fyr­ir eldra fólk sem þarf fulla þjón­ustu og mikla umönn­un. Nauðsyn­legt er að ráðast í stór­átak í fjölg­un hjúkr­un­ar­rýma. Flokk­ur fólks­ins vill rót­tæk­ar aðgerðir í þess­um mál­um strax. Efri árin eiga að vera gæðaár, ár sem ekki eiga að ein­kenn­ast eða lit­ast af kvíða og óvissu. Þeir eru ófá­ir sem hafa þurft að dvelja á Land­spít­ala vik­um eða mánuðum sam­an löngu eft­ir að meðferð er lokið vegna þess að ekk­ert annað úrræði er til. Einnig er löng bið eft­ir hvíld­ar­inn­lögn.

Berj­umst gegn ald­urs­for­dóm­um

Flokk­ur fólks­ins tel­ur löngu tíma­bært að skera upp her­ör gegn ald­urs­for­dóm­um og ald­urss­mán­un hjá Reykja­vík­ur­borg, ekki síst þegar full­frísku eldra fólki er bein­lín­is hent út af vinnu­markaði við 67-70 ára ald­ur hjá borg­inni þó að það hafi bæði góða starfs­getu og löng­un til að vinna leng­ur. Hér er verið að sóa sam­fé­lags­leg­um verðmæt­um. Reykja­vík­ur­borg á að hafa frum­kvæði að gagn­gerri viðhorfs­breyt­ingu þar sem eldra fólk er metið að verðleik­um. Með hækk­andi aldri eykst viska og yf­ir­veg­un.

Sam­ráð og sam­vinna

Flokk­ur fólks­ins hef­ur bar­ist fyr­ir því að haft sé fullt sam­ráð og sam­vinna við fólkið í borg­inni þegar verið er að taka ákv­arðanir um það sjálft og um­hverfi þess. Vel­ferðar­yf­ir­völd ættu ávallt að hafa fullt sam­ráð við þjón­ustuþega og hugsa hvert skref út frá þörf­um þeirra. Hlusta þarf á þjón­ustuþeg­ana og aðstand­end­ur þeirra. Mann­legi þátt­ur­inn má aldrei gleym­ast þegar verið er að skipu­leggja þjón­ustu fyr­ir borg­ar­ana. Án borg­ar­búa er eng­in borg.

Deila