Göngugatan í Mjódd býður upp á ótal möguleika. Sölubásar hafa verið í götunni sem gert hafa mikið fyrir hana. Hægt væri að blása enn meira lífi í hana með litlum tilkostnaði. Endrum og sinnum hafa verið þar viðburðir skipulagðir af Reykjavíkurborg en að jafnaði er ekkert við að vera í göngugötunni. Úr göngugötunni er aðkoma í margar verslanir. Yfirbyggð gata eins og göngugatan í Mjódd og litlu torgin við innganga til norðurs og suðurs bjóða upp á ýmis tækifæri. Vel mætti vinna markvisst að því að þetta svæði yrði að helsta kjarna Breiðholtsins. Á borgarráðsfundi í júlí lagði Flokkur fólksins fram þrjár tillögur sem snúa að göngugötunni í Mjódd og umhverf i hennar.
Tillaga um aukið og viðvarandi líf og fjör
Lagt er til að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar leggi sitt af mörkum til að ef la starfsemi í Mjódd til dæmis með því að glæða göngugötuna þar lífi. Svo virðist sem engin sérstök stefna ríki um svæðið í Mjódd. Með því að glæða götuna lífi mun það auka aðsóknina og breikka hóp viðskiptavina. Takist vel til myndu fleiri fyrirtæki og verslanir vilja vera á svæðinu sem er sérstaklega vel staðsett því aðkoma er góð úr mörgum áttum. Gera ætti göngugötuna í Mjódd að afþreyingarmiðaðri göngugötu og er þá átt við göngugötu sem fólk á öllum aldri heimsækir ýmist til að versla, fá sér kaffi en ekki síst til að upplifa alls kyns viðburði og skemmtun.
Göngugatan í Mjódd hentar mjög vel fyrir þá sem langar að hitta aðra eða sjá skemmtilega hluti. Verslun í bland við veitingasölu, uppákomur, gjörningar og styttri viðburðir svo sem uppistand, stuttir leikþættir, dans-, tónlistar- og söngatriði og f leira í þeim dúr er eitthvað sem laðar að. Til að gera götuna meira aðlaðandi mætti skreyta götuna meira með listaverkum, mála hana með glaðlegum litum, setja upp fleiri lítil leiktæki og aðra af þreyingu sem þarna myndi passa inn.
Tillögur um endurgerð bílastæða og að umhverfið verði fært í nútímalegra horf
Til ársloka 2018 var í gangi samningur milli Reykjavíkur og Svæðisfélags vegna göngugötu í Mjódd. Sá samningur er fallinn úr gildi og hefur ekki verið endurnýjaður. Viðræður ganga hægt og endurgerð bílastæðanna á svæðinu er orðið afar brýnt mál. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til að gengið verði sem fyrst til samninga aftur með hagsmuni Mjóddar að leiðarljósi. Endurgerð bílastæðanna er grundvöllur þess að hægt sé að tryggja aðgengis- og öryggismál gesta og viðskiptavina sem leggja leið sína í Mjódd.
Flokkur fólksins hefur einnig lagt til að skipulagsyfirvöld horfi til endurnýjunar á svæðinu umhverfis Mjódd og að það verði fært í nútímalegra horf. Endurgera þarf grænu svæðin í kringum Mjódd og snyrta þau. Einnig að hlutast verði til um uppsetningu hjólastæða fyrir rafhjól og hefðbundin hjól, settar verði upp hleðslustöðvar fyrir bíla og því húsnæði sem er í eigu borgarinnar á svæðinu komið í notkun.
Það er mikilvægt að skipulagsyfirvöld hugi jafnt að öllum hverfum borgarinnar og nýti möguleikana sem hver hverfiskjarni hefur upp á að bjóða. Markmiðið og tilgangurinn með þessum tillögum er að hvetja borgaryfirvöld tul að gefa göngugötunni í Mjódd og umhverfi hennar meiri gaum. Það standa til ákveðnar framkvæmdir utandyra í Mjódd sem er af hinu góða en þarna er fjölmargt meira sem kallar á markvissa skipulagningu og endurgerð.