Meira líf í mjódd

Göngu­gatan í Mjódd býður upp á ótal mögu­leika. Sölu­básar hafa verið í götunni sem gert hafa mikið fyrir hana. Hægt væri að blása enn meira lífi í hana með litlum til­kostnaði. Endrum og sinnum hafa verið þar við­burðir skipu­lagðir af Reykja­víkur­borg en að jafnaði er ekkert við að vera í göngu­götunni. Úr göngu­götunni er að­koma í margar verslanir. Yfir­byggð gata eins og göngu­gatan í Mjódd og litlu torgin við inn­ganga til norðurs og suðurs bjóða upp á ýmis tæki­færi. Vel mætti vinna mark­visst að því að þetta svæði yrði að helsta kjarna Breið­holtsins. Á borgar­ráðs­fundi í júlí lagði Flokkur fólksins fram þrjár til­lögur sem snúa að göngu­götunni í Mjódd og um­hverf i hennar.

Tillaga um aukið og viðvarandi líf og fjör

Lagt er til að skipu­lags­yfir­völd Reykja­víkur­borgar leggi sitt af mörkum til að ef la starf­semi í Mjódd til dæmis með því að glæða göngu­götuna þar lífi. Svo virðist sem engin sér­stök stefna ríki um svæðið í Mjódd. Með því að glæða götuna lífi mun það auka að­sóknina og breikka hóp við­skipta­vina. Takist vel til myndu fleiri fyrir­tæki og verslanir vilja vera á svæðinu sem er sér­stak­lega vel stað­sett því að­koma er góð úr mörgum áttum. Gera ætti göngu­götuna í Mjódd að af­þreyingar­miðaðri göngu­götu og er þá átt við göngu­götu sem fólk á öllum aldri heim­sækir ýmist til að versla, fá sér kaffi en ekki síst til að upp­lifa alls kyns við­burði og skemmtun.

Göngu­gatan í Mjódd hentar mjög vel fyrir þá sem langar að hitta aðra eða sjá skemmti­lega hluti. Verslun í bland við veitinga­sölu, upp­á­komur, gjörningar og styttri við­burðir svo sem uppi­stand, stuttir leik­þættir, dans-, tón­listar- og söng­at­riði og f leira í þeim dúr er eitt­hvað sem laðar að. Til að gera götuna meira að­laðandi mætti skreyta götuna meira með lista­verkum, mála hana með glað­legum litum, setja upp fleiri lítil leik­tæki og aðra af þreyingu sem þarna myndi passa inn.

Tillögur um endurgerð bílastæða og að umhverfið verði fært í nútímalegra horf

Til árs­loka 2018 var í gangi samningur milli Reykja­víkur og Svæðis­fé­lags vegna göngu­götu í Mjódd. Sá samningur er fallinn úr gildi og hefur ekki verið endur­nýjaður. Við­ræður ganga hægt og endur­gerð bíla­stæðanna á svæðinu er orðið afar brýnt mál. Borgar­full­trúi Flokks fólksins hefur lagt til að gengið verði sem fyrst til samninga aftur með hags­muni Mjóddar að leiðar­ljósi. Endur­gerð bíla­stæðanna er grund­völlur þess að hægt sé að tryggja að­gengis- og öryggis­mál gesta og við­skipta­vina sem leggja leið sína í Mjódd.

Flokkur fólksins hefur einnig lagt til að skipu­lags­yfir­völd horfi til endur­nýjunar á svæðinu um­hverfis Mjódd og að það verði fært í nú­tíma­legra horf. Endur­gera þarf grænu svæðin í kringum Mjódd og snyrta þau. Einnig að hlutast verði til um upp­setningu hjóla­stæða fyrir raf­hjól og hefð­bundin hjól, settar verði upp hleðslu­stöðvar fyrir bíla og því hús­næði sem er í eigu borgarinnar á svæðinu komið í notkun.

Það er mikil­vægt að skipu­lags­yfir­völd hugi jafnt að öllum hverfum borgarinnar og nýti mögu­leikana sem hver hverfiskjarni hefur upp á að bjóða. Mark­miðið og til­gangurinn með þessum til­lögum er að hvetja borgar­yfir­völd tul að gefa göngu­götunni í Mjódd og um­hverfi hennar meiri gaum. Það standa til á­kveðnar fram­kvæmdir utan­dyra í Mjódd sem er af hinu góða en þarna er fjöl­margt meira sem kallar á mark­vissa skipu­lagningu og endur­gerð.

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins

Deila