Þingmál

Aldurstengd örorkuuppbót

Flokkur fólksins leggur fram frumvarp um að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við töku lífeyris.

Upplýsingasöfnun Tryggingastofnunar

Tryggingastofnun ríkisins getur aflað upplýsinga um tekjur maka umsækjanda eða greiðsluþega samkvæmt lögunum að fengnu skriflegu samþykki beggja og ákvæði er skyldar maka til að taka þátt í meðferð máls. Ákvæði laganna um upplýsingaskyldu ganga of langt í skerðingu á friðhelgi einkalífs umsækjenda.

Afnemum skerðingar vegna búsetu

Fjöldi fólks líður því skerðingar á lífeyri sínum vegna búsetu erlendis. Þessar skerðingar eru í dag framkvæmdar óháð því hvort fólk á rétt á greiðslum frá erlendu ríki vegna búsetu sinnar þar.

Skerðingarlaus atvinnuþátttaka öryrkja

Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja atvinnu á ný. Flokkur Fólksins hefur lagt fram frumvarp um að örorkulífeyrisþega er heimilt að afla sér atvinnutekna í tvö ár án þess að þær skerði örorkulífeyri, aldurstengda örorkuuppbót, tekjutryggingu og sérstaka uppbót á lífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.

Útrýmum biðlistum eftir hjúkrunarrými

Meðalbiðtími eftir hjúkrunarrými hefur stóraukist. Flokkur fólksins hefur lagt fram ályktun um að auka skyldu ríki og sveitarfélögum að útvega öldruðum, sem hafa gengist undir færni- og heilsumat, dvalar- eða hjúkrunarrými innan eðlilegum tímamörkum.

Lífeyrissjóðurinn er launþegans

Greinargerð. Þegar lífeyriskerfinu var komið á fót í kjölfar kjarasamninga árið 1969 var almennur sá skilningur launafólks að skyldubundin gjöld í lífeyrissjóði mundu tryggja launafólki

350.000 krónu lágmarksframfærsla

Flokkur fólksins hefur lagt fram ályktun um að skattleysismörk tekjuskatts myndu hækka í 350.000 kr. og að tekinn yrði upp fallandi persónuafsláttur.

Lífeyrisgreiðslur skattlagðar strax

Lagt er til að í stað þess að staðgreiðsla tekjuskatts fari fram við útgreiðslu lífeyrissparnaðar þá fari hún fram þegar iðgjald og mótframlag er greitt inn í lífeyrissjóð. Þessi aðgerð myndi auka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða án þess að skerða með nokkru ráðstöfunartekjur almennings.

Drögum ESB umsókn til baka

Þings­álykt­un var samþykkt á sín­um tíma um að sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en hins veg­ar hafi eng­in þings­álykt­un verið samþykkt um að draga um­sókn­ina til baka. Til­gang­ur­inn með þings­álykt­un Flokks fólks­ins er að tryggja að Ísland dragi um­sókn sína um inn­göngu í sam­bandið til baka.

Ekkert bros skilið útundan

Núverandi löggjöf tryggir ekki með nægjanlegum hætti að allir þeir sem fæðast með skarð í vör eða klofinn góm njóti stuðnings frá sjúkratryggingum.

Hækkað frítekjumark lífeyristekna

Almennt frítekjumark er mjög lágt í sögulegu samhengi. Auka þarf sanngirni í almannatryggingakerfinu og hvetja til sparnaðar lífeyrisþega með því að draga úr skerðingum.

Styðjum íslenska garðyrkjubændur

Innlend matvælaframleiðsla er sérstaklega mikilvæg fyrir einangraða þjóð. Flokkur Fólksins vill ráðast í stórsókn í framleiðslu garðyrkjuafurða.

Burt með strandveiðigjaldið

Strandveiðigjaldið er sér­tæk­ur skattur sem lagður er á einn út­gerðarflokk um­fram aðra. Afnám á gjaldinu styður við atvinnulíf í strandbæjum víðsvegar um landið.

Strandveiðimenn velji sína daga sjálfir

Með fjölg­un leyfi­legra veiðidaga skap­ast betri grund­völl­ur fyr­ir þá sem veiðarn­ar stunda að há­marka nýt­ingu þeirra 12 daga sem heim­ilt er að stunda strand­veiðar í hverj­um mánuði sem skapar kærkomnar tekjur á landsbyggðinni.

Virk samkeppni í sjávarútvegi

Til að tryggja virka samkeppni og sporna við því að veiðiheimildir safnist á fáar hendur skal samanlögð aflahlutdeild tengdra aðila ekki fara umfram ákveðið hlutfall heildarafla.

Áhyggjulaust ævikvöld

Áhyggjulaust ævikvöld

Tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra. Flm.: Inga Sæland, Guðmundur Ingi Kristinsson Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að leggja fyrir árslok 2021 fram

verjum-heimilin-featured

Verjum heimilin

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um vísitölu neysluverðs og lögum um fasteignalán til neytenda (afnám verðtryggingar). Flm.: Inga

Verjum viðkvæmustu hópana

Tillaga til þingsályktunar um skattleysi launatekna undir 350.000 kr. Flm.: Inga Sæland, Guðmundur Ingi Kristinsson Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram