Aldurstengd örorkuuppbót
Flokkur fólksins leggur fram frumvarp um að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við töku lífeyris.
Flokkur fólksins leggur fram frumvarp um að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við töku lífeyris.
Tryggingastofnun ríkisins getur aflað upplýsinga um tekjur maka umsækjanda eða greiðsluþega samkvæmt lögunum að fengnu skriflegu samþykki beggja og ákvæði er skyldar maka til að taka þátt í meðferð máls. Ákvæði laganna um upplýsingaskyldu ganga of langt í skerðingu á friðhelgi einkalífs umsækjenda.
Fjöldi fólks líður því skerðingar á lífeyri sínum vegna búsetu erlendis. Þessar skerðingar eru í dag framkvæmdar óháð því hvort fólk á rétt á greiðslum frá erlendu ríki vegna búsetu sinnar þar.
Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja atvinnu á ný. Flokkur Fólksins hefur lagt fram frumvarp um að örorkulífeyrisþega er heimilt að afla sér atvinnutekna í tvö ár án þess að þær skerði örorkulífeyri, aldurstengda örorkuuppbót, tekjutryggingu og sérstaka uppbót á lífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.
Meðalbiðtími eftir hjúkrunarrými hefur stóraukist. Flokkur fólksins hefur lagt fram ályktun um að auka skyldu ríki og sveitarfélögum að útvega öldruðum, sem hafa gengist undir færni- og heilsumat, dvalar- eða hjúkrunarrými innan eðlilegum tímamörkum.